Björn Leví: „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 14:48 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þykir ekki mikið til röksemdarfærslu Sigríðar Á. Andersen koma. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur ekki mikið fyrir rök Sigríðar Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem sakaði Samfylkinguna um að taka afstöðu gegn Íslandi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á dögunum gruna að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, vildi ekki taka að sér erfið mál og það væri þess vegna sem hún hefði ekki svarað fyrirspurn Helgu Völu um kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins. Þórdís svaraði fyrirspurn Helgu Völu í síðasta mánuði en svarið hefur enn ekki birst á vef Alþingis. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ spurði Helga Vala. Sigríður deildi frétt Fréttablaðsins um ummæli Helgu Völu og var harðorð í garð Samfylkingarinnar. „Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir.“ Hún sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart í ljósi þess að Samfylkingin hefði „tekið afstöðu gegn Íslandi“ í Icesave málinu og með umsókn að Evrópusambandinu. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér.Vísir/Vilhelm Björn Leví var langt frá því að vera hrifinn af röksemdarfærslu Sigríðar og sagði: „Þvílík og önnur eins skítarök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni.“ Hann sagði að það væri ekki Ísland sem væri í vörn út af Landsréttarmálinu. Um væri að ræða vörn fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hefði „fótum troðið upplýsingaskyldu sína gagnvart Alþingi þegar gögn um ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins,“ segir Björn Leví. Hann segir Sigríði hafa tekið ákvörðun um skipan dómara út frá sinni persónulegu þekkingu og ætti því ekkert með að draga þjóðernishygju inn í málið. Það sé ömurleg sjálfsvörn að spila málið þannig upp. „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur ekki mikið fyrir rök Sigríðar Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem sakaði Samfylkinguna um að taka afstöðu gegn Íslandi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á dögunum gruna að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, vildi ekki taka að sér erfið mál og það væri þess vegna sem hún hefði ekki svarað fyrirspurn Helgu Völu um kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins. Þórdís svaraði fyrirspurn Helgu Völu í síðasta mánuði en svarið hefur enn ekki birst á vef Alþingis. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ spurði Helga Vala. Sigríður deildi frétt Fréttablaðsins um ummæli Helgu Völu og var harðorð í garð Samfylkingarinnar. „Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir.“ Hún sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart í ljósi þess að Samfylkingin hefði „tekið afstöðu gegn Íslandi“ í Icesave málinu og með umsókn að Evrópusambandinu. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér.Vísir/Vilhelm Björn Leví var langt frá því að vera hrifinn af röksemdarfærslu Sigríðar og sagði: „Þvílík og önnur eins skítarök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni.“ Hann sagði að það væri ekki Ísland sem væri í vörn út af Landsréttarmálinu. Um væri að ræða vörn fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hefði „fótum troðið upplýsingaskyldu sína gagnvart Alþingi þegar gögn um ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins,“ segir Björn Leví. Hann segir Sigríði hafa tekið ákvörðun um skipan dómara út frá sinni persónulegu þekkingu og ætti því ekkert með að draga þjóðernishygju inn í málið. Það sé ömurleg sjálfsvörn að spila málið þannig upp. „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47
Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10
Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55