Skúli gerir tæplega fjögurra milljarða kröfu í þrotabú WOW air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2019 17:00 Skúli Mogensen hefur sagt að stærstu mistökin í rekstri WOW air hafi verið að horfa af leið WOW air sem lággjaldaflugfélags. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi og forstjóri WOW air, og félög tengd honum gera 3,8 milljarða króna kröfu í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag. Persónulega krafa Skúla hljóðar upp á tæplega 800 milljónir króna en fjárfestingarfélagið Títan og TF-KEF gera milljarðakröfur í búið.Viðskiptablaðið greinir frá stærstu kröfuhöfum í búið en alls nema kröfurnar 138 milljörðum króna. Stærsti kröfuhafinnar er CIT Aerospace International en Wow leigði Airbus breiðþoturnar af félaginu. Það lýsir 52,8 miljarða króna kröfu í búið. Næst stærsta einstaka krafan er frá Rolls-Royce plc upp á 22 milljarða króna. Flugvélaleigjandinn ALC, sem þurfti að sætta sig við kyrrsetta flugvéla í Keflavík eftir fall Wow air, lýsir 9 milljarða kröfu. Nordic Trustee & Agency AB lýsir 8,6 milljarða króna kröfu fyrir hönd skuldabréfaeigenda Wow air. Leigufélögin Sog Aviation Leasing Limited og Tungaaa Aviation Limited lýsa hvort um sig þremur milljörðum króna. RRPF Engine Leasing Limited gerir 6,3 milljarða króna kröfu og krafa Sky High Leasing Company nemur 3,8 milljörðum króna. Ríkisskattstjóri gerir 3,8 milljarða króna kröfu en eins og fram hefur komið sektaði Umhverfisstofnun flugfélagið um þá upphæð fyrir vanrækslu flugfélagsins á að standa skil á losunarheimildum árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Auk þess gerir Umhverfisstofnun 800 milljóna kröfu í þrotabúið. Kröfur Eyktar og tengdra félaga nema tæplega hálfum milljarði króna. Wow hafði höfuðstöðvar í Höfðatorgi en húsnæðið er í eigu Eyktar. Airport Associates, þjónustufyrirtæki Wow á Keflavíkurflugvelli sem segja þurfti upp fjölda starfsmanna við gjaldþrotið, lýsir 140 milljón króna kröfu í búið. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi og forstjóri WOW air, og félög tengd honum gera 3,8 milljarða króna kröfu í þrotabú WOW air. Þetta kemur fram í kröfuskrá þrotabúsins sem afhent var þeim kröfuhöfum sem óskuðu eftir í dag. Persónulega krafa Skúla hljóðar upp á tæplega 800 milljónir króna en fjárfestingarfélagið Títan og TF-KEF gera milljarðakröfur í búið.Viðskiptablaðið greinir frá stærstu kröfuhöfum í búið en alls nema kröfurnar 138 milljörðum króna. Stærsti kröfuhafinnar er CIT Aerospace International en Wow leigði Airbus breiðþoturnar af félaginu. Það lýsir 52,8 miljarða króna kröfu í búið. Næst stærsta einstaka krafan er frá Rolls-Royce plc upp á 22 milljarða króna. Flugvélaleigjandinn ALC, sem þurfti að sætta sig við kyrrsetta flugvéla í Keflavík eftir fall Wow air, lýsir 9 milljarða kröfu. Nordic Trustee & Agency AB lýsir 8,6 milljarða króna kröfu fyrir hönd skuldabréfaeigenda Wow air. Leigufélögin Sog Aviation Leasing Limited og Tungaaa Aviation Limited lýsa hvort um sig þremur milljörðum króna. RRPF Engine Leasing Limited gerir 6,3 milljarða króna kröfu og krafa Sky High Leasing Company nemur 3,8 milljörðum króna. Ríkisskattstjóri gerir 3,8 milljarða króna kröfu en eins og fram hefur komið sektaði Umhverfisstofnun flugfélagið um þá upphæð fyrir vanrækslu flugfélagsins á að standa skil á losunarheimildum árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á. Auk þess gerir Umhverfisstofnun 800 milljóna kröfu í þrotabúið. Kröfur Eyktar og tengdra félaga nema tæplega hálfum milljarði króna. Wow hafði höfuðstöðvar í Höfðatorgi en húsnæðið er í eigu Eyktar. Airport Associates, þjónustufyrirtæki Wow á Keflavíkurflugvelli sem segja þurfti upp fjölda starfsmanna við gjaldþrotið, lýsir 140 milljón króna kröfu í búið.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira