Svartir þingmenn sniðganga viðburð með forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 16:27 Trump sagðist sjá pólitískan ávinning í að vega að þingmönnum af öðrum kynþáttum þegar hann ræddi við fréttamenn áður en hann lagði af stað til Jamestown. Vísir/EPA Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41