Kaupfélag Skagfirðinga keypti lambahryggi af Fjallalambi til að bregðast við skorti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2019 19:00 Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“ Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira