Kolbeinn göngugarpur gekk hringinn á 30 dögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júlí 2019 19:15 Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079. Árborg Íþróttir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079.
Árborg Íþróttir Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira