Innlent

Fjórum stjórnarmeðlimum LV og varamönnum þeirra birt stefna VR

Andri Eysteinsson skrifar
VR er til húsa í húsi verzlunarinnar.
VR er til húsa í húsi verzlunarinnar. Vísir/Hanna
Fjórum meðlimum stjórnar Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna hefur verið birt stefna VR eftir að flýtimeðferð var samþykkt í héraðsdómi í gær. Einnig var stefna birt varamönnum í stjórn og var því alls átta birt stefna auk Fjármálaeftirlitsins og Lífeyrissjóðnum sjálfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Málið snýr að stjórnvaldsákvörðun FME um skipun stjórnarmeðlima sjóðsins sem VR segir ógilda.

Sjá einnig: Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð

Daníel Isebarn, lögmaður VR í málinu segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sé aðili að málinu svo að sjóðurinn verði bundinn af dómi.

Þá segir Daníel að sótt hafi verið um flýtimeðferð þar sem að um ræði næst stærsta lífeyrissjóð landsins, á meðan að óljóst sé hverjir séu réttmætir stjórnarmenn sé sjóðurinn í uppnámi.

Í stjórn LV eru fjórir tilnefndir af stjórn VR, þau eru: Auður Árnadóttir, Ína Björk Hannesdóttir, Magnús Ragnar Guðmundsson og Ólafur Reimar Gunnarsson stjórnarformaður.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að öllum stjórnarmeðlimum hafi verið birt stefna. Fréttin var uppfærð en eingöngu þeim stjórnarmönnum sem VR skipar í stjórnina var birt stefna.


Tengdar fréttir

VR stefnir Fjármálaeftirlitinu

Stjórn VR hefur samþykkt að stefna Fjármálaeftirlitinu. VR afhenti Héraðsdómi Reykjavíkur stefnuna í dag.

Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×