Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 20:40 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Getty/MediaNewsGroup Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira