Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann skrifar 31. júlí 2019 07:00 Ursula von der Leyen, fyrrum varnarmálaráðherra Þýskalands, verður fyrsta konan til þess að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þann 1. nóvember. Framkvæmdastjórnin skrifar frumvörp til laga, fylgir ákvörðunum eftir, stendur vörð um sáttmála ESB og heldur utan um daglegan rekstur Evrópusambandsins. Hinn verðandi forseti hefur sett fram metnaðarfulla og hvetjandi áætlun til næstu fimm ára. Hún hefst með loforði um að tryggja að minnst helmingur framkvæmdastjóra ESB, sem tilnefndir eru af aðildarríkjunum, verði konur. Evrópusambandið er fordæmalaus saga velgengni, sem sameinar álfu sem áður var sundruð af átökum, þar sem 28 aðildarríki deila fullveldi sínu þegar það á við. Í dag njótum við góðs af sterkum sameiginlegum markaði, viðskiptum án landamæra, frelsi til ferðalaga, rannsókna og atvinnu. Nú á dögum búa 500 milljónir Evrópubúa við frelsi og velmegun, frá Ríga til Limassol og frá Aþenu til Lissabon.Evrópska leiðin Margir taka þeim lífsgæðum sem við njótum sem gefnum. En þó er deginum ljósara að enn einu sinni verðum við að taka afstöðu og berjast fyrir Evrópu. Við stöndum frammi fyrir lýðfræðilegum breytingum, hnattvæðingu, hraðri þróun í átt að stafrænu starfsumhverfi, og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum. Það hefur verið brugðist við þessum áskorunum á mismunandi hátt á heimsvísu. Sumum ríkjum er stýrt með valdboði, önnur kaupa sér hnattræn áhrif og gera samfélög háð sér með því að fjárfesta í höfnum og vegum. Enn önnur einangra sig. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í vikunni, að Evrópusambandinu hugnaðist enginn þessara valkosta. Við veljum fjölþjóðlega samvinnu, við viljum sanngjörn og góð viðskipti, við stöndum vörð um alþjóðakerfið og að það sé bundið lögum og reglu því við vitum að það er okkur öllum í hag. Við viljum gera hlutina á evrópskan máta.Loftslagsmál í fyrsta sæti Brýnasta viðfangsefni samtímans er verndun jarðar. Nýi forsetinn hefur kynnt nýja græna áætlun um umhverfismál fyrir Evrópu, þar sem að Evrópa verður fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan í heiminum fyrir árið 2050. Von der Leyen skorar á ESB að draga úr losun koltvísýrings um 50% ef ekki 55% fyrir árið 2030. Evrópusambandið mun leiða alþjóðlegar samningaviðræður í þeim tilgangi að auka loftslagsmetnað fleiri stórra hagkerfa fyrir 2021. Þessi aukni metnaður kallar á umfangsmikla fjármögnun. Almannafé nægir ekki til. Von der Leyen leggur til Fjárfestingaáætlun sjálfbærrar Evrópu, og að breyta hluta af Fjárfestingarbanka Evrópu í Loftslagsbanka. Það myndi losa um 1 trilljón evra af fjárfestingum næstu tíu árin. Hún mun þar að auki kynna til sögunnar sérstakan landamæra-kolefnisskatt til að koma í veg fyrir að fyrirtæki feli mengun sína með því að flytja hana til landa utan Evrópusambandsins. Evrópa hefur þörf fyrir sterkan efnahag sem þjónar fólkinu. Lítil fyrirtæki munu eflast vegna aukins aðgengis að fjármagni á innri markaði Evrópusambandsins. Í velferðar-markaðshagkerfi Evrópusambandsins verður markaðurinn að mæta hinu félagslega og tryggja að við missum ekki sjónar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.Velferð og sanngirni „Félagsleg Evrópa“ verður að standa undir nafni: Tryggja sanngjörn laun fyrir alla; nýtt Atvinnuleysisbótakerfi Evrópu; stóraukið fjármagn til Erasmus+; tryggja að börn hafi aðgang að grundvallar-réttindum eins og heilsugæslu og menntun. Þar að auki mun von der Leyen þrýsta á um herferð gegn kynbundnu ofbeldi. Von der Leyen lagði áherslu á að hún muni standa fyrir sanngjarnri skattlagningu, svo tæknirisarnir greiði í samræmi við gróða sinn í Evrópu. Þar sem sótt er að grunngildum Evrópusambandsins, heitir nýi forsetinn því að beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að ríki þess virði lög og reglu. Í innflytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomulagi um fólksflutninga og hælisleitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksflutningum, berjast gegn smyglurum og mansali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu flóttamanna. Hún stefnir að því að flýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunnar. Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði.Lýðræði og samráð Til að auka lögmæti evrópsks lýðræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess. Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár. Undanfarna áratugi hefur Evrópusambandið stækkað, þroskast og eflst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí. Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheiminum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Ursula von der Leyen, fyrrum varnarmálaráðherra Þýskalands, verður fyrsta konan til þess að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þann 1. nóvember. Framkvæmdastjórnin skrifar frumvörp til laga, fylgir ákvörðunum eftir, stendur vörð um sáttmála ESB og heldur utan um daglegan rekstur Evrópusambandsins. Hinn verðandi forseti hefur sett fram metnaðarfulla og hvetjandi áætlun til næstu fimm ára. Hún hefst með loforði um að tryggja að minnst helmingur framkvæmdastjóra ESB, sem tilnefndir eru af aðildarríkjunum, verði konur. Evrópusambandið er fordæmalaus saga velgengni, sem sameinar álfu sem áður var sundruð af átökum, þar sem 28 aðildarríki deila fullveldi sínu þegar það á við. Í dag njótum við góðs af sterkum sameiginlegum markaði, viðskiptum án landamæra, frelsi til ferðalaga, rannsókna og atvinnu. Nú á dögum búa 500 milljónir Evrópubúa við frelsi og velmegun, frá Ríga til Limassol og frá Aþenu til Lissabon.Evrópska leiðin Margir taka þeim lífsgæðum sem við njótum sem gefnum. En þó er deginum ljósara að enn einu sinni verðum við að taka afstöðu og berjast fyrir Evrópu. Við stöndum frammi fyrir lýðfræðilegum breytingum, hnattvæðingu, hraðri þróun í átt að stafrænu starfsumhverfi, og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum. Það hefur verið brugðist við þessum áskorunum á mismunandi hátt á heimsvísu. Sumum ríkjum er stýrt með valdboði, önnur kaupa sér hnattræn áhrif og gera samfélög háð sér með því að fjárfesta í höfnum og vegum. Enn önnur einangra sig. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í vikunni, að Evrópusambandinu hugnaðist enginn þessara valkosta. Við veljum fjölþjóðlega samvinnu, við viljum sanngjörn og góð viðskipti, við stöndum vörð um alþjóðakerfið og að það sé bundið lögum og reglu því við vitum að það er okkur öllum í hag. Við viljum gera hlutina á evrópskan máta.Loftslagsmál í fyrsta sæti Brýnasta viðfangsefni samtímans er verndun jarðar. Nýi forsetinn hefur kynnt nýja græna áætlun um umhverfismál fyrir Evrópu, þar sem að Evrópa verður fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan í heiminum fyrir árið 2050. Von der Leyen skorar á ESB að draga úr losun koltvísýrings um 50% ef ekki 55% fyrir árið 2030. Evrópusambandið mun leiða alþjóðlegar samningaviðræður í þeim tilgangi að auka loftslagsmetnað fleiri stórra hagkerfa fyrir 2021. Þessi aukni metnaður kallar á umfangsmikla fjármögnun. Almannafé nægir ekki til. Von der Leyen leggur til Fjárfestingaáætlun sjálfbærrar Evrópu, og að breyta hluta af Fjárfestingarbanka Evrópu í Loftslagsbanka. Það myndi losa um 1 trilljón evra af fjárfestingum næstu tíu árin. Hún mun þar að auki kynna til sögunnar sérstakan landamæra-kolefnisskatt til að koma í veg fyrir að fyrirtæki feli mengun sína með því að flytja hana til landa utan Evrópusambandsins. Evrópa hefur þörf fyrir sterkan efnahag sem þjónar fólkinu. Lítil fyrirtæki munu eflast vegna aukins aðgengis að fjármagni á innri markaði Evrópusambandsins. Í velferðar-markaðshagkerfi Evrópusambandsins verður markaðurinn að mæta hinu félagslega og tryggja að við missum ekki sjónar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.Velferð og sanngirni „Félagsleg Evrópa“ verður að standa undir nafni: Tryggja sanngjörn laun fyrir alla; nýtt Atvinnuleysisbótakerfi Evrópu; stóraukið fjármagn til Erasmus+; tryggja að börn hafi aðgang að grundvallar-réttindum eins og heilsugæslu og menntun. Þar að auki mun von der Leyen þrýsta á um herferð gegn kynbundnu ofbeldi. Von der Leyen lagði áherslu á að hún muni standa fyrir sanngjarnri skattlagningu, svo tæknirisarnir greiði í samræmi við gróða sinn í Evrópu. Þar sem sótt er að grunngildum Evrópusambandsins, heitir nýi forsetinn því að beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að ríki þess virði lög og reglu. Í innflytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomulagi um fólksflutninga og hælisleitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksflutningum, berjast gegn smyglurum og mansali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu flóttamanna. Hún stefnir að því að flýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunnar. Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði.Lýðræði og samráð Til að auka lögmæti evrópsks lýðræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess. Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár. Undanfarna áratugi hefur Evrópusambandið stækkað, þroskast og eflst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí. Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheiminum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun