Trump segist vilja hemja „tryllta“ leyniþjónustu Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 09:38 Trump ræddi um leyniþjónustuna eftir að hann kom aftur til Hvíta hússins eftir stutta heimsókn til Virginíu í gær. Vísir/EPA Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent