Keppendur vita enn ekki hvernig fyrsta grein heimsleikanna verður: „Ég vil bara fá að vita eitthvað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:00 Oddrún Eik Gylfadóttir Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30