Keppendur vita enn ekki hvernig fyrsta grein heimsleikanna verður: „Ég vil bara fá að vita eitthvað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:00 Oddrún Eik Gylfadóttir Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30