Grunaður um að hafa rænt verðmætu úri vopnaður eftirlíkingu af skammbyssu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 14:53 Maðurinn var handtekinn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar. vísir/vilhelm Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar í austurborginni síðastliðinn fimmtudag er grunaður um að hafa rænt verðmætu Breitling-úri af manni sem hugðist selja úrið. Hinn grunaði var vopnaður svartri Glock-skammbyssu sem reyndist vera eftirlíking.Greint var frá því í síðustu viku að karlmaður á þrítugsaldri hafi í Héraðsdómi Reykjavíkur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst næstkomandi eftir að hafa ógnað manni með skotvopni og rænt hann verðmætum. Fjórir voru handteknir í tengslum við málið en þremur sleppt úr haldi fljótlega eftir handtöku. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem í dag staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að að maðurinn sem var rændur hafi umræddan dag mælt sér mót við annan mann sem ætlaði að kaupa af honum verðmætt úr. Sagðist kaupandinn að hann myndi mæta í félagi við annan mann.Segist hafa verið á vettvangi en neitar að hafa tekið úrið Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn sem er í haldi lögreglu hafi sest inn í bifreið mannsins sem ætlaði að selja úrið og hótað honum, vopnaður skammbyssu. Krafðist hann þess að fá úrið afhent. Varð maðurinn sem ætlaði að selja úrið við þeirri kröfu. Fór hinn grunaði því næst af vettvangi.Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/vilhelmEftir að brotaþolinn gat veitt upplýsingar um kaupandann voru fjórir handteknir síðar um kvöldið. Sá sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald skýrði lögreglu frá því við yfirheyrslur að hann væri tilbúinn til þess að vísa á skotvopnið, sem reyndist vera eftirlíking af svartri Glock-skammbyssu.Hefur hann játað að hafa verið á vettvangi og haft byssu meðferðis en neitar hann að hafa tekið úrið og að hafa ógnað brotaþola með skammbyssunni, til að komast yfir úrið. Úrið er enn ófundið. Í úrskurðinum kemur fram að vitni sagt manninn hafi haft í hyggju að kaupa úr og hafi komið til baka með öskju utan af úri. Um er að ræða Breitling úr sem er að sögn brotaþola að verðmæti einnar milljónar.Í úrskurði Landsréttar segir að hinn grunaði sé undir sterkum grun að hafa gerst sekur um alvarlegt ránsbrot og var gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms því staðfestur. Mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 23. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Vopnað rán í Reykjavík: Einn í gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu og sérsveitar Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. ágúst. 26. júlí 2019 15:38