Eftirlitshlutverk LMFÍ og upplýsingaskylda lögmanna Lárus Sigurður Lárusson skrifar 31. júlí 2019 15:25 Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun