Hagnaður Íslandsbanka lækkaði um þriðjung Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þó að ágætis gangur hafi verið í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins. Fréttablaðið/Ernir Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15
Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52
Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00