Vaxandi munur á ungmennum í dreifbýli og þéttbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Kolfinna Jóhannesdóttir sviðsstjóri greiningarsviðs Menntamálastofnunar segir að hlutfallslega eigi ungmenni í dreifbýli mun erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli og bilið fari vaxandi. Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna. Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Hlutfallslega hverfa mun fleiri ungmenni frá námi á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, segir sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun. Þá sé hópur þeirra sem er hvorki í námi né starfi hlutfallslega fjölmennari í dreifbýli en í þéttbýli. Strákum og ungmennum að erlendum uppruna er mun hættara við að tilheyra þessum hópum en öðrum. Í nýrri skýrslu Norrænu fræðastofnunarinnar kemur fram að ungmenni í dreifbýli á Norðurlöndum eiga erfiðara uppdráttar en ungmenni í þéttbýli. Fram kemur að hlutfallslega eru mun fleiri ungmenni hvorki í vinnu né námi í dreifbýli en þéttbýli og að drengir og ungmenni af erlendum uppruna eru í meiri hættu á að tilheyra þessum hópum en aðrir. Ísland sker sig úr varðandi mun á þéttbýli og dreifbýli en fram kemur að ríflega þriðjungur nema hverfur frá námi í dreifbýli sem er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Fimmtungur hverfur frá námi í úthverfum og um fimmtán prósent nema í miðborginni. Sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun segir þetta koma heim og saman við sínar rannsóknir. „Þetta er nákvæmlega sú þróun sem við höfum verið að sjá. Það er alveg þekkt að brotthvarf úr skólum hér á landi er sérstaklega hátt í samanburði við hin Norðurlöndin en það sem við höfum verið að sjá er brotthvarf stráka og ungmenna að erlendum uppruna,“ segir Kolfinna. Hún segir að skólakerfið hér á landi sé nokkuð frábrugðið hinum löndunum. Hér sé meiri sveigjanleiki, meiri atvinna fyrir ungt fólk og það fresti því frekar að útskrifast en ungmenni annars staðar. Þá sé Ísland mun strábýlla en hin Norðurlöndin sem geri það að verkum að erfiðara sé að bjóða uppá eins fjölbreytt nám á dreifbýlum svæðum og annar staðar. Það sem þurfi hins vegar að hafa sérstakar áhyggjur séu ungmennin sem sé hvorki í vinnu né námi. Mikilvægt sé að finna lausnir fyrir þennan hóp. „Þessi svæðisbundni munur er staðreynd og hann fer vaxandi á Íslandi, Norðurlöndum og Evrópu almennt. Hlutfallslega færri tilheyra þó þessum hóp hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ segir Kolfinna.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir