Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 12:30 Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt, en málefnið hafi fallið á milli ráðuneyta í gegnum árin. Forsætisráðherra segir að breiður pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málið stórt hagsmunamál. „Ég held þetta sé ekki bara tilfinningamál af því að eignarhald á landi tengist vissulega fullveldishagsmunum og það tengist því líka að í íslenskri löggjöf jafngildir eign á landi eign á auðlindum líka. Hvort sem við erum að tala um jarðhita eða grunnvatn eða hvað sem er. Þannig að þetta er risastórt hagsmunamál fyrir Ísland samfélag. Við megum ekki horfa fram hjá því að það er gríðarlegt kapphlaup í heiminum um eignarhald á jarðnæði og auðlindum. Mér finnst umræðan vera að breytast og ég hef sagt það. Mér finnst vera að myndast ríkari pólitískur vilji til að skoða þessi mál. Hún segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt. „En síðan eru ýmis tæki og tól til að hafa betri stýringu á því hvernig landið er nýtt og hvernig eignarhaldi er háttað. Við erum t.d. ekki með í lögum núna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga sem áður var í lögum ef til að mynda jörð er seld og það eru hagsmunir sveitarfélagsins að hún haldist í einhverri tiltekinni nýtingu, þá eru þau ákvæði farin út,“ Þá sé búið að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni verða lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið. „Ég held að málið hafi liðið fyrir það að það heyri undir mörg ráðuneyti. Ég held að við eigum að horfa á þetta núna heildstætt og skoða hvað önnur ríki hafa gert, ekki síst ríkin í kringum okkur þar sem eru miklu skýrari ákvæði um heimilisfesti, búsetuskyldu, tiltekna nýtingu, forkaupsrétt og fleira. Sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira