Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 21:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira