Litlu munaði að rússneskur verksmiðjutogari sykki með fjóra unglinga um borð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. júlí 2019 20:00 Verksmiðjutogarinn Orlik við Njarðvíkurhöfn. Stöð 2 Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór. Reykjanesbær Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Illa hefði getað farið þegar rússneskur verksmiðjutogari byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gær en fjórir unglingar voru um borð. Það tókst að halda togaranum á floti og verður hann rifinn á næstunni. Togarinn hefur legið við bryggjuna í fimm ár og tugmilljóna króna hafnargjöld verið greidd af honum. Um níu leitið í gærkvöldi tóku eftirlitsmenn eftir því að togarinn var byrjaður að sökkva hratt í Njarðvíkurhöfn. Eftirlitsmaður var þegar sendur um borð og í ljós kom að þar voru fyrir fjórir unglingar sem voru færðir á bryggjuna. Hafnarvörður Reykjaneshafna segir að það hefði getað farið afar illa og brýnir fyrir fólki að bannað sé að fara um borð. Tveimur tímum síðar hófust aðgerðir. „Það var um ellefu leitið sem dæling hófst úr skipinu og svo voru kafarar sendir niður og þeir fundu gat sem var þrír sinnum þrír sentimetrar,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarvörður Reykjaneshafna. Um tvö leitið í nótt tókst svo að koma skipinu í jafnvægi á ný. Rússneski togarinn Orlik hefur legið við haustið 2014 en vegna breytinga á regluverki hafa verið tafir á niðurrifi hans. Ætla má að hafnargjöld á þessu tímabili nemi um þrjátíu milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Hringrás eigandi skipsins. Halldór segir að ástand þess hafi verið metið það slæmt fyrir ári að það var ekki hægt draga það í niðurrif það flokkist í raun sem úrgangur. „Við könnuðum ástand skipsins fyrir ári og það var slæmt þá þannig að það hlýtur að vera enn verra núna.“ Hann segir að illa hafi gengið að koma skipinu í niðurrif en á föstudaginn hafi loks komið leyfi frá Umhverfisráðuneytinu um að það megi rífa það í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. „Þetta er um tvö hundruð metra leið og við ættum að geta fleytt því þá vegalengd. „Það hefði verið grátlegt eftir alla þessa baráttu ef það hefði endað á botninum en það tókst að koma í veg fyrir það,“ segir Halldór.
Reykjanesbær Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira