Boxari sem kyssti fréttakonu látinn sitja námskeið um kynferðislega áreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 23:24 Jenny Ravolo ásamt Kubrat Pulev í viðtalinu sem um ræðir. skjáskot/Youtube Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur. Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Boxari sem kyssti íþróttafréttakonu í lok viðtals eftir bardaga í mars á þessu ári án samþykkis hennar hefur nú setið námskeið um kynferðislega áreitni og mun fá að hefja keppnir á ný. Kubrat Pulev, sem er 37 ára gamall, var settur í bann eftir að hann tók utan um andlitið á íþróttafréttakonunni Jenny Ravalo og kyssti hana á munninn. Hann er einnig sagður hafa gripið um rass hennar í partýi. Íþróttanefnd Kaliforníu fylkis kaus um það hvort Pulev fengi að sækja aftur um keppnisréttindi, sem var samþykkt einróma. Pulev bað Ravolo afsökunar áður en kosið var um málið og sagði kossinn hafa verið tilfinningaþrungin viðbrögð við sigri hans á Bogdan Dinu, frekar en kynferðislegar umleitanir. Ravolo svaraði þeirri staðhæfingu hins vegar þannig að hún hafi orðið fyrir miklu einelti á netinu eftir að hafa ákveðið að tjá sig um málið og hafi einnig verið rægð af umboðsmanni Pulev, Bob Arum.Bað um að kossinn yrði klipptur úr viðtalinu Hún hélt því fram að Arum „kæri sig lítið um kynferðisáreiti“ og benti á að hann hafi nýlega sagt að hann tryði ekki að „ það að 193 cm hár og 113 kg. þungur boxari gripi um andlitið á 157 cm hás fréttamanns og kyssti hana án samþykkis með blóðugum munni væri kynferðisleg áreitni.“ „Ég væri til í að vita hvort honum þætti það kynferðisleg áreitni ef stór, blóðugur maður gerði það sama við hann án samþykkis,“ sagði Ravolo. Hún sagði einnig við að búlgarski boxarinn hafi gripið um rass hennar og „kreist með báðum höndum“ í eftir partýi seinna um kvöldið. Hún segir Pulev hafa látið eins og ekkert hafi gerst og hafi meira að segja beðið hana um að klippa kossinn úr viðtalinu. „Ég fjarlægði hann ekki og birti hann í staðin vegna þess að ég vildi að fólk sæi hvað hann hafi gert við mig,“ bætti hún við. Ravolo, sem vinnur fyrir Vegas Sports Daily, kærði atvikið og hefur lögmaður hennar kallað eftir því að Pulev og Arum verði refsað. Íþróttanefndin svaraði því og sagði að Arum hafi einnig farið á námskeiðið og virtist hafa lært eitt og annað. Pulev hefur samþykkt að taka þátt í auglýsingaherferð á myndbandsformi gegn kynferðislegri áreitni sem nefndin er nú að íhuga. Hann sagði það mikilvægt að fólk væri meðvitað um að svona hegðun væri ekki í lagi „vegna þess að margir, eins og ég, vita það ekki.“ Boxarinn mun einnig greiða 312 þúsund krónur í skaðabætur.
Bandaríkin Box Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Boxari kyssti fréttakonu í lok viðtals í Vegas: „Vandræðalegt og furðulegt“ Búlgarski þungavigtarboxarinn Kubrat Pulev þótt sína mjög óviðeigandi framkomu í sjónvarpsviðtali eftir síðasta bardaga sinn þar sem hann vann góðan sigur í Las Vegas. 26. mars 2019 09:30