Sömdu um fjárlög og hækkun skuldaþaksins Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 08:11 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í deildinni, tóku þátt í að semja um skuldaþakið og fjárlög. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira