Óvenju gott veður í júní gæti hafa stuðlað að kyrrstöðu á fasteignamarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:37 Sólin skín á húsþök í Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Vísir/vilhelm Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“ Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent