Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 14:34 Ocasio-Cortez er á meðal róttækra þingmanna demókrata sem náðu kjöri í þingkosningum í fyrra. Vísir/EPA Yfirvöld í Louisiana í Bandaríkjunum ráku tvo lögreglumenn vegna Facebook-færslu um að Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, ætti skilið að vera skotin. Ocasio-Cortez er ein fjögurra þingkvenna sem Donald Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarnar vikur og sagt að snúa til síns heima. Annar lögreglumaðurinn frá bænum Gretna skrifaði færslu á Facebook um grein þar sem var ranglega haft eftir Ocasio-Cortez að bandarískir hermenn væru ofaldir af launum sínum. Þar sagði hann að þingkonan þyrfti á „skoti“ að halda. Hinn lögreglumaðurinn sem var rekinn líkaði við færsluna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi ógeðslegi hálfviti á skilið skot…og ég meina ekki þá tegund sem hún bar einu sinni fram,“ skrifaði lögregluþjónninn og vísaði þar til þess að Ocasio-Cortez var barþjónn í New York áður en hún komst inn á þing í fyrra. Lögreglustjórinn Í Gretna sagði að málið væri vandræðalegt fyrir embættið. Lögregluþjónarnir hefðu hagað sér ófagmannlega með því að tala um að beita sitjandi þingkonu ofbeldi.Bandarískum borgurum sagt að fara „heim“ Þrátt fyrir að Ocasio-Cortez sé fædd og alin í Bandaríkjunum var hún ein þeirra þingkvenna demókrata sem Trump tísti um að ætti að fara til síns heima fyrir rúmri viku. Rasísk ummæli forsetans hafa orðið að hitamáli vestanhafs síðan en hann hefur haldið áfram að vega að þingkonunum fjórum og vænt þær um að hata Bandaríkin og gyðinga. Þingkonurnar hafa brugðist við af krafti. Ocasio-Cortez tísti meðal annars að Trump væri „hvatvís rasisti“ sem láti flokk sinn vandræðast við að afsaka fordóma hans. Stuðningsmenn Trump kölluðu eftir því að hann ræki Ilhan Omar, þingkonu demókrata frá Minnesota, úr landi á kosningafundi á miðvikudag. Omar er eina þingkonan af þeim fjórum sem Trump gagnrýndi sem fæddist utan Bandaríkjanna. Hún flúði Sómalíu sem barn og settist að í Bandaríkjunum ung að árum. Ocasio-Cortez var einnig skotspónn landamæravarða í leynilegum Facebook-hópi sem upplýst var um fyrr í þessum mánuði. Usu þeir yfir hana svívirðingum og deildu unnum myndum sem sýndu hana í kynferðislegu ljósi, meðal annars með Trump forseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Yfirvöld í Louisiana í Bandaríkjunum ráku tvo lögreglumenn vegna Facebook-færslu um að Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, ætti skilið að vera skotin. Ocasio-Cortez er ein fjögurra þingkvenna sem Donald Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarnar vikur og sagt að snúa til síns heima. Annar lögreglumaðurinn frá bænum Gretna skrifaði færslu á Facebook um grein þar sem var ranglega haft eftir Ocasio-Cortez að bandarískir hermenn væru ofaldir af launum sínum. Þar sagði hann að þingkonan þyrfti á „skoti“ að halda. Hinn lögreglumaðurinn sem var rekinn líkaði við færsluna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi ógeðslegi hálfviti á skilið skot…og ég meina ekki þá tegund sem hún bar einu sinni fram,“ skrifaði lögregluþjónninn og vísaði þar til þess að Ocasio-Cortez var barþjónn í New York áður en hún komst inn á þing í fyrra. Lögreglustjórinn Í Gretna sagði að málið væri vandræðalegt fyrir embættið. Lögregluþjónarnir hefðu hagað sér ófagmannlega með því að tala um að beita sitjandi þingkonu ofbeldi.Bandarískum borgurum sagt að fara „heim“ Þrátt fyrir að Ocasio-Cortez sé fædd og alin í Bandaríkjunum var hún ein þeirra þingkvenna demókrata sem Trump tísti um að ætti að fara til síns heima fyrir rúmri viku. Rasísk ummæli forsetans hafa orðið að hitamáli vestanhafs síðan en hann hefur haldið áfram að vega að þingkonunum fjórum og vænt þær um að hata Bandaríkin og gyðinga. Þingkonurnar hafa brugðist við af krafti. Ocasio-Cortez tísti meðal annars að Trump væri „hvatvís rasisti“ sem láti flokk sinn vandræðast við að afsaka fordóma hans. Stuðningsmenn Trump kölluðu eftir því að hann ræki Ilhan Omar, þingkonu demókrata frá Minnesota, úr landi á kosningafundi á miðvikudag. Omar er eina þingkonan af þeim fjórum sem Trump gagnrýndi sem fæddist utan Bandaríkjanna. Hún flúði Sómalíu sem barn og settist að í Bandaríkjunum ung að árum. Ocasio-Cortez var einnig skotspónn landamæravarða í leynilegum Facebook-hópi sem upplýst var um fyrr í þessum mánuði. Usu þeir yfir hana svívirðingum og deildu unnum myndum sem sýndu hana í kynferðislegu ljósi, meðal annars með Trump forseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31