Fyrrum áhrifavaldur gagnrýnir samfélagsmiðlafrægð: „Ég var sannfærð um að ég væri svo áhugaverð“ Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2019 16:09 Verity Johnson er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar kemur að því að fjalla um tíma sinn sem áhrifavaldur. Instagram Verity Johnson var 21 árs þegar henni bauðst að flytja til Nýja-Sjálands og stjórna daglegum morgunþætti þar í landi. Það reyndist vera upphafið að samfélagsmiðlafrægð hennar sem einskorðaðist að mestu við Instagram. Í skoðanagrein sem Johnson birtir á vef Guardian segir hún ekkert rugla jafn mikið í fólki og frægð á Instagram. Frægðin þar sé alveg eins og önnur frægð fyrir utan að þú sleppur að mestu leyti við áreiti á götum úti og færð „enga ókeypis Fendi íþróttabrjóstahaldara“ til þess að mýkja fallið í „sjálfhverfu, óöryggi og almennan tussuskap“. Hún segir frægðina hafa nánast gerst óvart. Eftir að henni bauðst vinnan í Nýja-Sjálandi hafi hún ákveðið að opna Instagram-aðgang til þess að gera sig aðgengilegri aðdáendum og stækka sig sem ákveðið vörumerki. Á skömmum tíma fór hún úr því að vera með enga fylgjendur yfir í það að hafa rúmlega átta þúsund manns að fylgjast með sér daglega á samfélagsmiðlum. „Auðvitað gerir maður sér ekki grein fyrir því. Þú ert of upptekinn að predika um ást, samlyndi og hægðalosandi te. Ofan á það er maður of upptekinn að taka eftir öllum múrsteinsveggjum og hundum sem ganga fram hjá sem þú gætir notað í næstu mynd af þér að hlæja brjálæðislega á meðan þú heldur á mjög vel staðsettum (og ljúffengum!) prótein sjeik.“„Tilætlunarsöm, sjálfhverf og ótrúlega leiðinleg“ Johnson lítur til baka á þennan tíma með hryllingi og segir þetta hafa verið versta tíma lífs síns, hún hafi orðið áttavillt og liðið ömurlega. Eina sem hún hafi grætt á þessu hafi verið nokkrar fallegar myndir af ókeypis próteindufti. „Ég varð alvöru áhrifavaldur, fékk ótrúlegustu hluti gefins allt frá fínum undirfötum yfir í farsíma og passaði að deila öllum augnablikum úr mínu yndislega lífi með nákvæmum myndatextum. Það var hræðilegt. Aðallega því ég var hræðileg,“ segir Johnson. Hún segir samfélagsmiðlafrægð vera þess valdandi að fólk verði „fávitar“ að hennar sögn. Fólk upplifi sig mikilvægara og merkilegra en aðra og athyglin geri það að verkum að það fari að trúa því að allir séu uppteknir af því sem þau gera. „Ég varð sannfærð um að ég væri svo áhugaverð. Ef ég var miðpunktur athyglinnar í símanum mínum ætti það að gera það að verkum að ég væri einnig miðpunktur athyglinnar í raunheimum. Þetta gerir manneskju að verstu tegund fávita: Tilætlunarsöm, sjálfhverf og ótrúlega leiðinleg því það eina sem þú hugsar um ert þú sjálf,“ segir hún og bætir við að það hafi ekki hjálpað að hún var rétt skriðin yfir tvítugt og verið sannfærð um að heimurinn snerist um hana.Johnson segir samfélagsmiðlafrægð draga fram verstu eiginleika fólks. Það verði svo upptekið af sjálfu sér að það geri ráð fyrir því að það sé miðpunktur athyglinnar undantekningalaust.InstagramViðkvæm frægðarsól sem fólk rembist við að halda í Að sögn Johnson er frægð á Instagram botninn á „glimmer-valdastiganum“ þar sem vinsældirnar eru oft á tíðum óverðskuldaðar. Stórstjörnur séu almennt duglegt fólk á borð við leikara eða tónlistarmenn sem vinnur sína vinnu vel. Fyrir áhrifavalda séu rassamyndir söluvaran. „Á sama tíma er þetta mest lýjandi vinna sem ég hef unnið. Vanalega tekur það að minnsta kosti fimm klukkustundir að stilla upp alvöru myndatöku. Þegar þú ert áhrifavaldur þarftu að ná þessum gæðum án þess að vera með teymi á bak við þig svo það tekur ótrúlegan tíma,“ segir Johnson. Hún segir áhrifavalda almennt meðvitaða um hversu viðkvæm þeirra frægð er. Á miðli þar sem allir keppast um athygli fylgjenda leggi margir ýmislegt á sig til þess að viðhalda frægðinni. Hægt og rólega festist fólk í því að einblína á hvert smáatriði lífs sín í von um að geta „pakkað því inn“ og deilt með fylgjendum sínum. „Vanalega tekur maður myndir því maður vill fanga frábært augnablik, ekki satt? Sem áhrifavaldur neyðist þú til að framleiða þessi augnablik, þú sviptir venjuleg kaffistefnumót allri gleði því þú ert að leikstýra augnablikinu eins og Annie Leibovitz – ef Annie Leibovitz væri enn ein óáhugaverð skvísan með ástríðu fyrir lattelist.“Sérstaklega slæmt fyrir ungt fólk að festast í hringrás samfélagsmiðlafrægðar Hún segir samfélagsmiðla ýta undir verstu eiginleika fólks og hvetja það til þess að ofdeila á Twitter, monta sig á Facebook og vera hégómlegur á Instagram. Hégómi sé það sem selji á Instagram og ungt fólk átti sig á því. „Því heitari sem myndin er, því betur gengur henni, því meiri tíma eyðir þú við spegilinn að búa hana til. Að viðhalda frægð á Instagram krefst þess að þú haldir áfram að grafa þig dýpra í eigin sjálfsaðdáun,“ segir Johnson. Johnson segir frægðina hafa haft afar neikvæð áhrif á sig. Á þeim tíma sem hún átti að vera að finna út hver hún vildi vera hafi hún verið of upptekin við það að eltast við athyglina og þar af leiðandi fóðrað eigið óöryggi og hégómaskap sem skildi eftir lítið pláss til þess að taka tíma fyrir sjálfa sig og vaxa sem betri manneskja. Í dag er Johnson enn á Instagram þrátt fyrir að hafa tekið ákvörðun um að hætta að vera áhrifavaldur. Í kjölfarið hafi hún misst fjölda fylgjenda og birt færslur mun sjaldnar. Í ofanálag eyddi hún eldri færslum þar sem hún auglýsti hinar ýmsu vörur því hún hafi fyllst viðbjóði við að sjá þær. „Ég gerði mér grein fyrir því til þess að halda áfram að vera fræg á Instagram þurfti ég að næra aumkunarverðustu hluta sálarlífs míns. Ef ég á að vera hreinskilin er enginn ókeypis íþróttafatnaður þess virði.“ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breytingar Instagram „skref í rétta átt“ til að sporna við félagslegri pressu ungmenna Deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöð í Reykjavík segir breytingar hjá Instagram til þess að fela fjölda "like-a“ ekki kollvarpandi en geta haft jákvæð áhrif. Notendur hafa talað um kvíða og pressu sem fylgir því að viðhalda ákveðinni ímynd út á við á miðlinum. 23. júlí 2019 13:10 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Verity Johnson var 21 árs þegar henni bauðst að flytja til Nýja-Sjálands og stjórna daglegum morgunþætti þar í landi. Það reyndist vera upphafið að samfélagsmiðlafrægð hennar sem einskorðaðist að mestu við Instagram. Í skoðanagrein sem Johnson birtir á vef Guardian segir hún ekkert rugla jafn mikið í fólki og frægð á Instagram. Frægðin þar sé alveg eins og önnur frægð fyrir utan að þú sleppur að mestu leyti við áreiti á götum úti og færð „enga ókeypis Fendi íþróttabrjóstahaldara“ til þess að mýkja fallið í „sjálfhverfu, óöryggi og almennan tussuskap“. Hún segir frægðina hafa nánast gerst óvart. Eftir að henni bauðst vinnan í Nýja-Sjálandi hafi hún ákveðið að opna Instagram-aðgang til þess að gera sig aðgengilegri aðdáendum og stækka sig sem ákveðið vörumerki. Á skömmum tíma fór hún úr því að vera með enga fylgjendur yfir í það að hafa rúmlega átta þúsund manns að fylgjast með sér daglega á samfélagsmiðlum. „Auðvitað gerir maður sér ekki grein fyrir því. Þú ert of upptekinn að predika um ást, samlyndi og hægðalosandi te. Ofan á það er maður of upptekinn að taka eftir öllum múrsteinsveggjum og hundum sem ganga fram hjá sem þú gætir notað í næstu mynd af þér að hlæja brjálæðislega á meðan þú heldur á mjög vel staðsettum (og ljúffengum!) prótein sjeik.“„Tilætlunarsöm, sjálfhverf og ótrúlega leiðinleg“ Johnson lítur til baka á þennan tíma með hryllingi og segir þetta hafa verið versta tíma lífs síns, hún hafi orðið áttavillt og liðið ömurlega. Eina sem hún hafi grætt á þessu hafi verið nokkrar fallegar myndir af ókeypis próteindufti. „Ég varð alvöru áhrifavaldur, fékk ótrúlegustu hluti gefins allt frá fínum undirfötum yfir í farsíma og passaði að deila öllum augnablikum úr mínu yndislega lífi með nákvæmum myndatextum. Það var hræðilegt. Aðallega því ég var hræðileg,“ segir Johnson. Hún segir samfélagsmiðlafrægð vera þess valdandi að fólk verði „fávitar“ að hennar sögn. Fólk upplifi sig mikilvægara og merkilegra en aðra og athyglin geri það að verkum að það fari að trúa því að allir séu uppteknir af því sem þau gera. „Ég varð sannfærð um að ég væri svo áhugaverð. Ef ég var miðpunktur athyglinnar í símanum mínum ætti það að gera það að verkum að ég væri einnig miðpunktur athyglinnar í raunheimum. Þetta gerir manneskju að verstu tegund fávita: Tilætlunarsöm, sjálfhverf og ótrúlega leiðinleg því það eina sem þú hugsar um ert þú sjálf,“ segir hún og bætir við að það hafi ekki hjálpað að hún var rétt skriðin yfir tvítugt og verið sannfærð um að heimurinn snerist um hana.Johnson segir samfélagsmiðlafrægð draga fram verstu eiginleika fólks. Það verði svo upptekið af sjálfu sér að það geri ráð fyrir því að það sé miðpunktur athyglinnar undantekningalaust.InstagramViðkvæm frægðarsól sem fólk rembist við að halda í Að sögn Johnson er frægð á Instagram botninn á „glimmer-valdastiganum“ þar sem vinsældirnar eru oft á tíðum óverðskuldaðar. Stórstjörnur séu almennt duglegt fólk á borð við leikara eða tónlistarmenn sem vinnur sína vinnu vel. Fyrir áhrifavalda séu rassamyndir söluvaran. „Á sama tíma er þetta mest lýjandi vinna sem ég hef unnið. Vanalega tekur það að minnsta kosti fimm klukkustundir að stilla upp alvöru myndatöku. Þegar þú ert áhrifavaldur þarftu að ná þessum gæðum án þess að vera með teymi á bak við þig svo það tekur ótrúlegan tíma,“ segir Johnson. Hún segir áhrifavalda almennt meðvitaða um hversu viðkvæm þeirra frægð er. Á miðli þar sem allir keppast um athygli fylgjenda leggi margir ýmislegt á sig til þess að viðhalda frægðinni. Hægt og rólega festist fólk í því að einblína á hvert smáatriði lífs sín í von um að geta „pakkað því inn“ og deilt með fylgjendum sínum. „Vanalega tekur maður myndir því maður vill fanga frábært augnablik, ekki satt? Sem áhrifavaldur neyðist þú til að framleiða þessi augnablik, þú sviptir venjuleg kaffistefnumót allri gleði því þú ert að leikstýra augnablikinu eins og Annie Leibovitz – ef Annie Leibovitz væri enn ein óáhugaverð skvísan með ástríðu fyrir lattelist.“Sérstaklega slæmt fyrir ungt fólk að festast í hringrás samfélagsmiðlafrægðar Hún segir samfélagsmiðla ýta undir verstu eiginleika fólks og hvetja það til þess að ofdeila á Twitter, monta sig á Facebook og vera hégómlegur á Instagram. Hégómi sé það sem selji á Instagram og ungt fólk átti sig á því. „Því heitari sem myndin er, því betur gengur henni, því meiri tíma eyðir þú við spegilinn að búa hana til. Að viðhalda frægð á Instagram krefst þess að þú haldir áfram að grafa þig dýpra í eigin sjálfsaðdáun,“ segir Johnson. Johnson segir frægðina hafa haft afar neikvæð áhrif á sig. Á þeim tíma sem hún átti að vera að finna út hver hún vildi vera hafi hún verið of upptekin við það að eltast við athyglina og þar af leiðandi fóðrað eigið óöryggi og hégómaskap sem skildi eftir lítið pláss til þess að taka tíma fyrir sjálfa sig og vaxa sem betri manneskja. Í dag er Johnson enn á Instagram þrátt fyrir að hafa tekið ákvörðun um að hætta að vera áhrifavaldur. Í kjölfarið hafi hún misst fjölda fylgjenda og birt færslur mun sjaldnar. Í ofanálag eyddi hún eldri færslum þar sem hún auglýsti hinar ýmsu vörur því hún hafi fyllst viðbjóði við að sjá þær. „Ég gerði mér grein fyrir því til þess að halda áfram að vera fræg á Instagram þurfti ég að næra aumkunarverðustu hluta sálarlífs míns. Ef ég á að vera hreinskilin er enginn ókeypis íþróttafatnaður þess virði.“
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breytingar Instagram „skref í rétta átt“ til að sporna við félagslegri pressu ungmenna Deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöð í Reykjavík segir breytingar hjá Instagram til þess að fela fjölda "like-a“ ekki kollvarpandi en geta haft jákvæð áhrif. Notendur hafa talað um kvíða og pressu sem fylgir því að viðhalda ákveðinni ímynd út á við á miðlinum. 23. júlí 2019 13:10 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Breytingar Instagram „skref í rétta átt“ til að sporna við félagslegri pressu ungmenna Deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöð í Reykjavík segir breytingar hjá Instagram til þess að fela fjölda "like-a“ ekki kollvarpandi en geta haft jákvæð áhrif. Notendur hafa talað um kvíða og pressu sem fylgir því að viðhalda ákveðinni ímynd út á við á miðlinum. 23. júlí 2019 13:10
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36