
Að lifa lengur og lengur
Forsagan
Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.
Þegar ævirnar styttast
Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár.
Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.
Misskipting skiptir máli
Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump.
Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar