Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 11:21 Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, var leiddur út í járnum í gærkvöldi, sakaður um að hvetja til ólöglegra mótmæla. Vísir/EPA Stjórnarandstæðingar í Rússlands segjast ætla að halda sig við áform um frekari mótmæli í Moskvu um helgina þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi fyrir þeim og að lögreglan hafi handtekið nokkra leiðtoga þeirra í nótt, þar á meðal Alexei Navalní. Fjölmenn mótmæli gegn ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta voru haldin í Moskvu um liðna helgi. Kröfðust mótmælendur frjálsra kosninga og að frambjóðendur sem kjörstjórn hafði vísað frá yrði leyft að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu í september. Navalní, sem hefur verið einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar undanfarin ár, var handtekinn í gærkvöldi og úrskurðaður í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla um helgina. Stuðningsmenn hafa sent frá sér skilaboð um að mótmælin fari fram, sama á hverju tauti og rauli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kjörstjórn ógilti framboð nokkurra frambjóðenda stjórnarandstöðunnar á þeim forsendum að þeir hefðu ekki skilað inn tilskildum fjölda gildra undirskrifta til stuðnings framboðanna. Því hafna frambjóðendurnir og fullyrða að þeim sé meina að bjóða sig fram gegn fulltrúum sem styðja Pútín forseta. Navalní sjálfum var bannað að bjóða sig fram gegn Pútín til forseta í fyrra vegna umdeilds dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Stjórnarandstæðingar í Rússlands segjast ætla að halda sig við áform um frekari mótmæli í Moskvu um helgina þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki veitt leyfi fyrir þeim og að lögreglan hafi handtekið nokkra leiðtoga þeirra í nótt, þar á meðal Alexei Navalní. Fjölmenn mótmæli gegn ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta voru haldin í Moskvu um liðna helgi. Kröfðust mótmælendur frjálsra kosninga og að frambjóðendur sem kjörstjórn hafði vísað frá yrði leyft að bjóða sig fram til borgarstjórnar Moskvu í september. Navalní, sem hefur verið einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar undanfarin ár, var handtekinn í gærkvöldi og úrskurðaður í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla um helgina. Stuðningsmenn hafa sent frá sér skilaboð um að mótmælin fari fram, sama á hverju tauti og rauli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kjörstjórn ógilti framboð nokkurra frambjóðenda stjórnarandstöðunnar á þeim forsendum að þeir hefðu ekki skilað inn tilskildum fjölda gildra undirskrifta til stuðnings framboðanna. Því hafna frambjóðendurnir og fullyrða að þeim sé meina að bjóða sig fram gegn fulltrúum sem styðja Pútín forseta. Navalní sjálfum var bannað að bjóða sig fram gegn Pútín til forseta í fyrra vegna umdeilds dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi.
Rússland Tengdar fréttir Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15 Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Yfirvöld hafa úrskurðað framboð tuga frambjóðenda til borgarstjórnarkosninga í haust ógild. 20. júlí 2019 14:15
Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Lík Jelenu Grigoryevu fannst í runna nærri heimili hennar í borginni. Hún hafði verið stungið mörgum sinnum og kyrkt. 23. júlí 2019 10:12