Hafna frumvörpum ætlað að tryggja öryggi kosninga þvert á viðvörun Mueller Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2019 19:44 Sömu þingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert lítið úr niðurstöðum Mueller. Vísir/AP Lagafrumvörpum sem ætlað var að bæta öryggi kosninga í Bandaríkjunum komust ekki í gegnum öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins lögðust gegn frumvörpunum, sem þegar höfðu verið samþykkt í fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar njóta meirihluta. Niðurstaðan er sögð vekja sérstaka athygli í ljósi þess að frumvörpunum var hafnað aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Robert Mueller, sem stýrði rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016, varaði þingmenn við áframhaldandi tilraunum erlendra valdhafa til að hafa áhrif á framgöngu kosninga þar í landi. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður haldið því fram að þingið hafi nú þegar gert sitt til að tryggja öryggi næstu forsetakosninga, sem fram munu fara á næsta ári. Markmið frumvarpanna var meðal annars að gera frambjóðendum skylt að tilkynna allar tilraunir erlendra aðila til afskipta af kosningum til alríkisyfirvalda. Einnig var þeim ætlað tryggja frekar öryggi tækja í eigu öldungadeildarþingmanna og starfsliðs þeirra gagnvart innbrotum tölvuþrjóta. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, sagði að frumvörpum sem yrði gert að tryggja öryggi kosninga þyrftu að njóta stuðnings þvert á flokka. Hann sagði frumvörpin einnig koma úr ranni þingmanna Demókrata sem hafi talað fyrir „samsæriskenningu“ um tengsl milli Rússlands og kjörs Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lagafrumvörpum sem ætlað var að bæta öryggi kosninga í Bandaríkjunum komust ekki í gegnum öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins lögðust gegn frumvörpunum, sem þegar höfðu verið samþykkt í fulltrúadeild þingsins þar sem Demókratar njóta meirihluta. Niðurstaðan er sögð vekja sérstaka athygli í ljósi þess að frumvörpunum var hafnað aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Robert Mueller, sem stýrði rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum árið 2016, varaði þingmenn við áframhaldandi tilraunum erlendra valdhafa til að hafa áhrif á framgöngu kosninga þar í landi. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður haldið því fram að þingið hafi nú þegar gert sitt til að tryggja öryggi næstu forsetakosninga, sem fram munu fara á næsta ári. Markmið frumvarpanna var meðal annars að gera frambjóðendum skylt að tilkynna allar tilraunir erlendra aðila til afskipta af kosningum til alríkisyfirvalda. Einnig var þeim ætlað tryggja frekar öryggi tækja í eigu öldungadeildarþingmanna og starfsliðs þeirra gagnvart innbrotum tölvuþrjóta. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, sagði að frumvörpum sem yrði gert að tryggja öryggi kosninga þyrftu að njóta stuðnings þvert á flokka. Hann sagði frumvörpin einnig koma úr ranni þingmanna Demókrata sem hafi talað fyrir „samsæriskenningu“ um tengsl milli Rússlands og kjörs Trump Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49
Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00
Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56