Umdeilt Panamafélag í 277 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 11:57 Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini. Vísir/AFP Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar. Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Sjá meira
Skiptum er lokið í þrotabú félagsins Sýrey ehf, en um 1,52 prósent fengust upp í almennar kröfur sem voru tæplega 278 milljónir króna. Félagið, sem tekið var gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, var eitt þeirra félaga sem dróst inn í Panamaskjalahringiðuna í apríl 2016. Félagið var stofnað af lögmanninum Sigurmari K. Albertssyni árið 2005 en hann er eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, fyrrverandi þingmanns og ráðherra Vinstri grænna. Í ársreikningum Sýreyjar frá 2005-2014 má sjá að það var í eigu Holt Investment Group tld. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang panamísku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca á Tortóla, en það félag var síðan í eigu Holt Holdings SA sem skráð var í Lúxemborg. Morgunblaðið sló því upp að „Eiginmaður Álfheiðar“ væri „hjá Mossack Fonseca“ sem hjónin mótmæltu bæði. Álfheiður taldi að fréttaflutningurinn væri aðeins hugsaður til að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum,“ skrifaði Álfheiður á Facebook. Sigurmar hafnaði þessu einnig og sagðist hafa stofnað Sýrey meðan hann starfaði fyrir Kaupþing á sínum tíma, rétt eins og mörg önnur félög. Sýrey hafi verið stofnað þegar verið var að ganga frá skuldaskilum vegna lands í Borgarfirði, í kringum Langá. „Ég sat í stjórn Sýreyjar í sex eða sjö mánuði, ásamt Kaupþingsmanni sem heitir Eggert Hilmarsson, sem búsettur er í Lúxemborg. Þegar búið var að afgreiða skuldaskilin gekk ég úr stjórn Sýreyjar, þann 10. febrúar 2006,” sagði Sigurmar í samtali við Eyjuna.Hann sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem sagðist ítrekaði að hann hafi aðeins setið í stjórn félagsins um sex mánaða skeið. „Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum,“ skrifaði Sigurmar.
Gjaldþrot Panama-skjölin Tengdar fréttir „Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28 Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Fleiri fréttir Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Sjá meira
„Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Álfheiður Ingadóttir segir ekkert fjær sanni en að eiginmaður hennar eigi félag á Tortóla. 14. apríl 2016 14:28