Innlent

E. coli-faraldrinum vonandi að ljúka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.
E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús Hlynur
Enginn hefur greinst með E. coli-sýkingu á landinu síðan 19. júlí síðastliðinn og enginn einstaklingur hefur greinst eftir að hafa verið á smitstaðnum, Efstadal II, eftir 18. júlí. Þann dag hófust þar viðamiklar aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva útbreiðslu E. coli-smits. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlæknisembættinu. Vonir eru bundnar við að þetta gefi til kynna að faraldrinum sé að ljúka.

Undanfarna daga hefur saursýnum sem send hafa verið til rannsóknar á sýklafræðideild Landspítalans jafnframt fækkað umtalsvert.

Þá er ekkert barn nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins en nokkrum börnum er enn fylgt eftir vegna sýkingarinnar. Alls hafa  22 ein­stak­ling­ar greinst með E. coli sýk­ingu, þar af tveir full­orðnir og 20 börn. Ekki er að vænta frekari upplýsinga af E. coli-smiti fyrr en eftir helgi.


Tengdar fréttir

Engin ný tilfelli af E. coli

Engin ný tilfelli af E. coli greindust í dag þegar saursýni frá fimmtán einstaklingum voru rannsökuð með tilliti E. coli-sýkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×