Leggja þurfi aukna áherslu á félagsfærni í kennslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 21:30 Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Skólastjórnendur og kennarar þurfa að huga að breyttum kennsluháttum til framtíðar og virkja gagnrýna hugsun hjá nemendum hvað varðar notkun tækninnar í skólastarfi, að mati skólastjóra Þelamerkurskóla. Með aukinni tækni sé aðgengi að upplýsingum mikið og því nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á félagsfærni. Í dag fór fram ráðstefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Þar var áhersla lögð á nýjungar í menntun. Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla, var þar með erindi en skólinn hefur lagt ríka áherslu á útikennslu síðustu ár, þar sem tækni og félagsfærni er blandað saman til að kenna krökkunum að takast á við aðstæður daglegs lífs. „Af því að tæknin er löngu komin og hún er ekki að fara neitt. Hún er raunveruleikinn og af hverju á raunveruleikinn ekki að vera inni í skólanum einmitt til að nota til vaxtar og framfara,“ segir hún. Leggja þurfi áherslu á að kenna mannleg samskipti, takast á við ágreining og læra að sjá með gagnrýnum hætti það sem fyrir augum ber á internetinu. „Eftir því sem tæknin verður meiri því meira og betur þurfum við að vera mannlegri. Í þeim skilningi að við þurfum líka að geta höndlað tæknina og hvað hún getur gert við samskipti. Þau þurfa að læra gagnrýna hugsun og þurfa að fá að æfa sig í því að geta sótt sér upplýsingar og horft á það gagnrýnum augum og spurt sig hvað get ég gert við þetta? Þannig að tími þeirra og tómstundir, sem að þau eru kannski að nota tæknina í, verði nýttur til þess að þau skoði það sem þau eru að gera. Það verði þeim til vaxtar og framfara,“ segir hún. Kennarar séu stöðugt að velta fyrir sér hvernig þróa megi kennsluhætti. Þá sé ekki bara horft til tækninnar. „Heldur líka með hreyfingu, leiklistarkennslu og tónlistarkennslu. Þannig að nemendur okkar verði betur undir það búnir að takast á við líf og starf í samfélaginu eins og það verður í framtíðinni. Svo þau geti verið sjálfum sér og samfélaginu til gagns,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira