Atvinnumennska nauðsynleg vilji íslensku liðin ná meiri árangri í Evrópukeppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2019 19:30 Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn