Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hækkaði launavísitala um 4,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og er það minnsta ársbreyting síðan árið 2011. Launavísitala hækkaði um 0,1% á milli maí og júní á þessu ári.
Samanlögð hækkun launavísitölu í maí og apríl var 2,2 prósent og gefur að mati Landsbankans góða mælingu á upphafsáhrifum nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu hækkað um sex prósent á ári eða um rúmlega 25 prósent.

