Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2019 07:30 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Fréttablaðið/Eyþór. Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í sumar leigði Icelandair fimm þotur af gerðinni Airbus 319 með áhöfn erlendis frá. Var það gert eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar eftir tvö slys. Nýlega gaf Icelandair það út að leigan yrði framlengd til októberloka. Lea Gestsdóttir Gayet, hjá samskiptasviði félagsins, segir að það verði gert í góðri samvinnu við stéttarfélög. Samkvæmt formönnum þeirra er hins vegar óvíst hvort frekari undanþágur frá kjarasamningum verði veittar. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félagið hafi veitt tímabundna undanþágu á forgangsréttarákvæði kjarasamnings. Þessi undanþága var veitt út ágústmánuð og aðeins fyrir eina vél. „Þær aðstæður sem uppi eru í flugheiminum í dag eru fordæmalausar og þegar stjórnin samþykkti þetta var verið að bjarga þeim hagsmunum sem hægt var að bjarga,“ segir Berglind. „Við óskuðum eftir því að þeir myndu taka inn starfsmenn sem væru nú þegar með réttindi á Airbus. Þeir sögðu að það væri ekki hægt þar sem þetta væri mjög skammur leigusamningur.“Boeing 737 MAX þotur Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því um miðjan marsmánuð. Fréttablaðið/Anton BrinkBerglind segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort félagið muni veita frekari undanþágur frá kjarasamningum verði þess óskað. Það sé ákvörðun sem yrði að vera tekin af stjórn þegar svo bæri undir og í samráði við félagsmenn. Í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 1.700 félagsmenn. Um 35 prósent þeirra voru starfsmenn WOW air sem gera tæplega 600 manns. Berglind hefur ekki upplýsingar um hversu margir flugþjónar séu nú án atvinnu eða hafi horfið til annarra starfa. Hvað varðar FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, segir Örnólfur Jónsson formaður að undanþágur hafi verið veittar í vor. Ekki hafi verið hægt að leigja án áhafna með svo stuttum fyrirvara. Örnólfur segir að Icelandair hafi beðið um frekari undanþágur á sumum vélum. En sú umræða eigi eftir að fara fram innan félagsins. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við bregðumst við. Við erum með fólk sem er að lenda í uppsögnum á þessum tíma. Það er alltaf erfiðara að verða við slíkum beiðnum þegar komið er fram á haustið,“ segir hann. „Það yrði þá ekki gert til langs tíma, sérstaklega þegar við erum með okkar fólk í uppsögn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Sjá meira
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Lengri kyrrsetning 737 MAX gæti leitt til framleiðslustöðvunar Boeing tilkynnti í dag um mettap á síðasta ársfjórðungi. 24. júlí 2019 18:41