Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2019 14:51 Lögregla segir að um 3.500 mótmælendur hafi sést í gær en loftmyndir benda til þess að minnst 8.000 manns hafi mótmælt. Vísir/AP Nálægt 1.400 mótmælendur voru færðir í hald lögreglu eftir mótmæli í Moskvu í gær. Talið er að tala handtekinna mótmælenda þar í borg hafi hafi ekki verið hærri á þessum áratug. Eftirlitshópurinn OVD-Info, sem fylgst hefur með handtökum lögreglu frá því árið 2011, segir að talan hafi verið komin upp í 1.373 snemma í dag. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra var sleppt úr haldi síðar um daginn en 150 einstaklingar þurftu áfram að sitja fangageymslur. Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin áttu sér stað í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. Greint hefur verið frá því að Navalny hafi verið fluttur úr fangelsinu á sjúkrahús í gær vegna alvarlegra ofnæmisviðbragða. Að öðru leyti er óljóst hver orsök sjúkrahúsheimsóknar hans var. Í gær safnaðist fólk saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. Kosið verður um öll sætin í borgarstjórn Moskvu þann áttunda september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nógu mörgum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir halda því þó fram að þeir hafi fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu ósviknar. Rússland Tengdar fréttir 800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu Fólk safnaðist saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. 27. júlí 2019 18:49 Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Nálægt 1.400 mótmælendur voru færðir í hald lögreglu eftir mótmæli í Moskvu í gær. Talið er að tala handtekinna mótmælenda þar í borg hafi hafi ekki verið hærri á þessum áratug. Eftirlitshópurinn OVD-Info, sem fylgst hefur með handtökum lögreglu frá því árið 2011, segir að talan hafi verið komin upp í 1.373 snemma í dag. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra var sleppt úr haldi síðar um daginn en 150 einstaklingar þurftu áfram að sitja fangageymslur. Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin áttu sér stað í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. Greint hefur verið frá því að Navalny hafi verið fluttur úr fangelsinu á sjúkrahús í gær vegna alvarlegra ofnæmisviðbragða. Að öðru leyti er óljóst hver orsök sjúkrahúsheimsóknar hans var. Í gær safnaðist fólk saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. Kosið verður um öll sætin í borgarstjórn Moskvu þann áttunda september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nógu mörgum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir halda því þó fram að þeir hafi fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu ósviknar.
Rússland Tengdar fréttir 800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu Fólk safnaðist saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. 27. júlí 2019 18:49 Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu Fólk safnaðist saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. 27. júlí 2019 18:49
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21