Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2019 14:51 Lögregla segir að um 3.500 mótmælendur hafi sést í gær en loftmyndir benda til þess að minnst 8.000 manns hafi mótmælt. Vísir/AP Nálægt 1.400 mótmælendur voru færðir í hald lögreglu eftir mótmæli í Moskvu í gær. Talið er að tala handtekinna mótmælenda þar í borg hafi hafi ekki verið hærri á þessum áratug. Eftirlitshópurinn OVD-Info, sem fylgst hefur með handtökum lögreglu frá því árið 2011, segir að talan hafi verið komin upp í 1.373 snemma í dag. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra var sleppt úr haldi síðar um daginn en 150 einstaklingar þurftu áfram að sitja fangageymslur. Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin áttu sér stað í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. Greint hefur verið frá því að Navalny hafi verið fluttur úr fangelsinu á sjúkrahús í gær vegna alvarlegra ofnæmisviðbragða. Að öðru leyti er óljóst hver orsök sjúkrahúsheimsóknar hans var. Í gær safnaðist fólk saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. Kosið verður um öll sætin í borgarstjórn Moskvu þann áttunda september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nógu mörgum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir halda því þó fram að þeir hafi fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu ósviknar. Rússland Tengdar fréttir 800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu Fólk safnaðist saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. 27. júlí 2019 18:49 Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Nálægt 1.400 mótmælendur voru færðir í hald lögreglu eftir mótmæli í Moskvu í gær. Talið er að tala handtekinna mótmælenda þar í borg hafi hafi ekki verið hærri á þessum áratug. Eftirlitshópurinn OVD-Info, sem fylgst hefur með handtökum lögreglu frá því árið 2011, segir að talan hafi verið komin upp í 1.373 snemma í dag. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra var sleppt úr haldi síðar um daginn en 150 einstaklingar þurftu áfram að sitja fangageymslur. Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin áttu sér stað í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. Greint hefur verið frá því að Navalny hafi verið fluttur úr fangelsinu á sjúkrahús í gær vegna alvarlegra ofnæmisviðbragða. Að öðru leyti er óljóst hver orsök sjúkrahúsheimsóknar hans var. Í gær safnaðist fólk saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. Kosið verður um öll sætin í borgarstjórn Moskvu þann áttunda september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nógu mörgum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir halda því þó fram að þeir hafi fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu ósviknar.
Rússland Tengdar fréttir 800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu Fólk safnaðist saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. 27. júlí 2019 18:49 Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
800 stjórnarandstæðingar handteknir í Moskvu Fólk safnaðist saman til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í stjórn borgarinnar. 27. júlí 2019 18:49
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21