Óvenju mörg flugslys í ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2019 18:45 Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum. Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Banaslys varð á Haukdadalsflugvelli í Rangárvöllum í gær þegar flugvél skall þar til jarðar í flugtaki. Flugmaðurinn var einn í vélinni. Rannsóknarnefnd flugslysa lauk starfi sínu á Haukdadalsflugvelli á Rangárvöllum í nótt og var flak vélarinnar flutt til Reykjavíkur. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir erfitt að meta hvenær hægt verði að upplýsa um ástæður flugslyssins. „Það er einfaldlega of snemmt að segja til um það hvað gerðist. Við erum með ákveðna þætti sem við erum að skoða en við erum ekki til í að upplýsa neitt um það enn sem komið er,“ segir Ragnar. Í framhaldinu verður flak vélarinnar rannsakað en flugvélin var tveggja sæta og heimsmíðuð. Ragnar segir að ekkert bendi núna til þess að eitthvað hafi verið að vélinni. Annað flugslys varð á Haukadalsvelli á föstudaginn þegar lítil vél hlekktist þar á og stöðvaðist á hvolfi. Flugmanninum varð ekki meint af. Ágúst Guðmundsson stjórnarmaður í Flugmálafélaginu sagði í hádegisfréttum Bylgunnar að slysin tengdust ekki vellinum. Ragnar er sömu skoðunnar. „Það er ekkert sem bendir til þess núna að eitthvað sé að vellinum,“ segir Ragnar. Um fimmta tug manna var viðstaddur þegar banaslysið varð í gær og tók Rannsóknarnefndin skýrslu af þeim í gær og Lögreglan á Suðurlandi. „Við tökum fjölmargar skýrslur í gær en höfum ekki lokið við að tala við alla,“ segir Ragnar. Sex flugslys hafa orðið á landinu síðustu tvo mánuði og þar af tvö banaslys þar sem fjórir hafa látist. Ragnar segir þetta óvenju mikið. „Það varð ekkert banaslys í fyrra en stundum koma þau í bylgjum eins og núna en þetta er óvenjulegt. Mig langar að nota tækifærið og minna menn sérstaklega á öryggismálin en það er hægt að sækja sér mikinn fróðleik varðandi þau,“ segir Ragnar að lokum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira