Frumkvöðull í kynjaveislum efins um ágæti þeirra í dag Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2019 21:23 Kynjaveislur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár þar sem kyn barnsins er tilkynnt með annað hvort bleikum eða bláum lit. Vísir/Getty Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49