Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2018 10:49 Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum af meðferðinni á dýrinu, sem þeir telja ekki til fyrirmyndar. Vísir/Skjáskot Myndband, þar sem par sviptir hulunni af kyni barns síns á helst til hættulegan máta, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. BBC greinir frá. Svokölluð „gender reveal“-samkvæmi, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, hafa verið áberandi um nokkurt skeið. Við þessar athafnir eru foreldrarnir sjálfir einnig að hljóta vitneskju um kyn barnsins í fyrsta skipti og hafa litirnir bleikur og blár, sem tákna eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar, verið notaðir til að skera úr um málið í flestum tilfellum. Kliebert-fjölskyldan, sem búsett er í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, hélt samkvæmi af áðurnefndum meiði á dögunum. Aðferðin sem notuð var hefur vakið furðu og hneykslan netverja en í myndbandi, sem birt var á Facebook í vikunni, sést hvernig hinn verðandi faðir opnar kjaftinn á fjölskyldukrókódílnum og lætur hann bíta í vatnsmelónu. Melónan springur við átakið og í ljós kemur að kjötið hefur verið litað blátt – sem þýðir væntanlega að von sé á strák. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum yfir meðferð á krókódílnum, sem þvingaður er til að opna kjaftinn, og þá sést auk þess hvernig barn hrasar og dettur á jörðina við hlið krókódílsins.They used this poor alligator for a gender reveal. Wish the gator would have bitten his hand...he deserved it. https://t.co/FKi4tLztIU— Yashar Ali (@yashar) March 27, 2018 Mike Kliebert, sem glímdi við krókódílinn í myndbandinu, sagði að fólk hefði almennt ekkert að óttast vegna málsins. Hann sé sjálfur krókódílaþjálfari „í heimsklassa“ en fjölskyldan rekur krókódílabúgarð. Umrætt myndband má horfa á hér að neðan. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Myndband, þar sem par sviptir hulunni af kyni barns síns á helst til hættulegan máta, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. BBC greinir frá. Svokölluð „gender reveal“-samkvæmi, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, hafa verið áberandi um nokkurt skeið. Við þessar athafnir eru foreldrarnir sjálfir einnig að hljóta vitneskju um kyn barnsins í fyrsta skipti og hafa litirnir bleikur og blár, sem tákna eiga stelpu annars vegar og strák hins vegar, verið notaðir til að skera úr um málið í flestum tilfellum. Kliebert-fjölskyldan, sem búsett er í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, hélt samkvæmi af áðurnefndum meiði á dögunum. Aðferðin sem notuð var hefur vakið furðu og hneykslan netverja en í myndbandi, sem birt var á Facebook í vikunni, sést hvernig hinn verðandi faðir opnar kjaftinn á fjölskyldukrókódílnum og lætur hann bíta í vatnsmelónu. Melónan springur við átakið og í ljós kemur að kjötið hefur verið litað blátt – sem þýðir væntanlega að von sé á strák. Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum yfir meðferð á krókódílnum, sem þvingaður er til að opna kjaftinn, og þá sést auk þess hvernig barn hrasar og dettur á jörðina við hlið krókódílsins.They used this poor alligator for a gender reveal. Wish the gator would have bitten his hand...he deserved it. https://t.co/FKi4tLztIU— Yashar Ali (@yashar) March 27, 2018 Mike Kliebert, sem glímdi við krókódílinn í myndbandinu, sagði að fólk hefði almennt ekkert að óttast vegna málsins. Hann sé sjálfur krókódílaþjálfari „í heimsklassa“ en fjölskyldan rekur krókódílabúgarð. Umrætt myndband má horfa á hér að neðan.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira