Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar