Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 10:03 Coats er 76 ára gamall og var skipaður yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna árið 2017. Vísir/EPA Dan Coats, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, ætlar að segja af sér í næsta mánuði. Donald Trump forseti hefur þegar tilkynnt um að hann ætli að tilnefna þingmann repúblikana sem hefur varið hann með kjafti og klóm gegn Rússarannsókninni. Coats er talinn hafa fallið illa í kramið hjá Trump því upplýsingar hans grófu undan fullyrðingum forsetans.Washington Post segir að Trump og Coats hafi greint á um ógnina sem steðji af kosningaafskiptum Rússa, framgangi kjarnorkuáætlunar Írans og hættuna af Ríki íslams í Sýrlandi. Coats hafi fundist hann einangraður innan ríkisstjórnarinnar og útilokaður frá meiriháttar þjóðaröryggisákvörðunum. Trump tilkynnti um brotthvarf Coats með tísti í gær þar sem hann þakkaði honum aðeins stuttlega fyrir þjónustu hans.I am pleased to announce that highly respected Congressman John Ratcliffe of Texas will be nominated by me to be the Director of National Intelligence. A former U.S. Attorney, John will lead and inspire greatness for the Country he loves. Dan Coats, the current Director, will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2019 Í stað Coats tilnefndi Trump fulltrúadeildarþingmanninn John Ratcliffe frá Texas. Ratcliffe hefur litla sem enga reynslu af leyniþjónustumálum en hefur hamast gegn Rússarannsókninni svonefndu, meðal annars þegar Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandinn, kom fyrir þingnefndir í síðustu viku.New York Times segir að sumir þingmenn, þar á meðal Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og þingmaður repúblikana, hafi lýst efasemdum um tilnefningu Ratcliffe sem þeir óttast að sé of pólitískur fyrir starf yfirmanns leyniþjónustunnar. Demókratar hafa áhyggjur af því að hollusta við Trump frekar en hæfni í starfið eigi eftir að ráða við valið á eftirmanni Coats.Reiðir yfir að Coats væri í mótsögn við forsetann Coats er sagður hafa reitt ráðgjafa Trump forseta til reiði þegar hann sagði á ráðstefnu í Aspen að hefði Trump spurt hann ráða, hefði hann ráðlagt honum að funda ekki einslega með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í júlí í fyrra. Trump og Pútín ræddu þá saman án þess að nokkrir aðstoðarmenn eða embættismenn Hvíta hússins væru viðstaddir. Trump hefur einnig hellt úr skálum reiði sinnar yfir Coats. Eftir að leyniþjónustustjórinn bar vitni fyrir öldungadeild þingsins og sagði ólíklegt að Norður-Kórea ætti eftir að gefa eftir kjarnavopn sín, Íran væri ekki að smíða kjarnavopn og að Ríki íslams gæti enn valdið usla í Sýrlandi, sem stangaðist allt á við fullyrðingar Trump, kallaði forsetinn hann „aðgerðalausan og barnalegan“ og stakk upp á að hann ætti að fara í endurmenntun. Þá er Hvíta húsið ítrekað sagt hafa dregið úr gagnrýni Coats á framferði rússneskra stjórnvalda. Í leynilegri skýrslu um afskipti Rússa af þingkosningunum í fyrra hafi Coats farið hörðum orðum um hvernig Rússa ýttu undir samsæriskenningar og ólu á sundrung innan Bandaríkjanna. Í opinberri yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi út var verulega dregið úr gagnrýninni. Á móti hefur Ratcliffe, sem Trump vill að taki við, tekið undir samsæriskenningar forsetans um að Rússar hafi átt í leynilegu samráði við Hillary Clinton, mótherja Trump í forsetakosningunum árið 2016, um að koma höggi á Trump. Coats var áður fulltrúa- og öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Indiana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Dan Coats, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, ætlar að segja af sér í næsta mánuði. Donald Trump forseti hefur þegar tilkynnt um að hann ætli að tilnefna þingmann repúblikana sem hefur varið hann með kjafti og klóm gegn Rússarannsókninni. Coats er talinn hafa fallið illa í kramið hjá Trump því upplýsingar hans grófu undan fullyrðingum forsetans.Washington Post segir að Trump og Coats hafi greint á um ógnina sem steðji af kosningaafskiptum Rússa, framgangi kjarnorkuáætlunar Írans og hættuna af Ríki íslams í Sýrlandi. Coats hafi fundist hann einangraður innan ríkisstjórnarinnar og útilokaður frá meiriháttar þjóðaröryggisákvörðunum. Trump tilkynnti um brotthvarf Coats með tísti í gær þar sem hann þakkaði honum aðeins stuttlega fyrir þjónustu hans.I am pleased to announce that highly respected Congressman John Ratcliffe of Texas will be nominated by me to be the Director of National Intelligence. A former U.S. Attorney, John will lead and inspire greatness for the Country he loves. Dan Coats, the current Director, will....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 28, 2019 Í stað Coats tilnefndi Trump fulltrúadeildarþingmanninn John Ratcliffe frá Texas. Ratcliffe hefur litla sem enga reynslu af leyniþjónustumálum en hefur hamast gegn Rússarannsókninni svonefndu, meðal annars þegar Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandinn, kom fyrir þingnefndir í síðustu viku.New York Times segir að sumir þingmenn, þar á meðal Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og þingmaður repúblikana, hafi lýst efasemdum um tilnefningu Ratcliffe sem þeir óttast að sé of pólitískur fyrir starf yfirmanns leyniþjónustunnar. Demókratar hafa áhyggjur af því að hollusta við Trump frekar en hæfni í starfið eigi eftir að ráða við valið á eftirmanni Coats.Reiðir yfir að Coats væri í mótsögn við forsetann Coats er sagður hafa reitt ráðgjafa Trump forseta til reiði þegar hann sagði á ráðstefnu í Aspen að hefði Trump spurt hann ráða, hefði hann ráðlagt honum að funda ekki einslega með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í júlí í fyrra. Trump og Pútín ræddu þá saman án þess að nokkrir aðstoðarmenn eða embættismenn Hvíta hússins væru viðstaddir. Trump hefur einnig hellt úr skálum reiði sinnar yfir Coats. Eftir að leyniþjónustustjórinn bar vitni fyrir öldungadeild þingsins og sagði ólíklegt að Norður-Kórea ætti eftir að gefa eftir kjarnavopn sín, Íran væri ekki að smíða kjarnavopn og að Ríki íslams gæti enn valdið usla í Sýrlandi, sem stangaðist allt á við fullyrðingar Trump, kallaði forsetinn hann „aðgerðalausan og barnalegan“ og stakk upp á að hann ætti að fara í endurmenntun. Þá er Hvíta húsið ítrekað sagt hafa dregið úr gagnrýni Coats á framferði rússneskra stjórnvalda. Í leynilegri skýrslu um afskipti Rússa af þingkosningunum í fyrra hafi Coats farið hörðum orðum um hvernig Rússa ýttu undir samsæriskenningar og ólu á sundrung innan Bandaríkjanna. Í opinberri yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi út var verulega dregið úr gagnrýninni. Á móti hefur Ratcliffe, sem Trump vill að taki við, tekið undir samsæriskenningar forsetans um að Rússar hafi átt í leynilegu samráði við Hillary Clinton, mótherja Trump í forsetakosningunum árið 2016, um að koma höggi á Trump. Coats var áður fulltrúa- og öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Indiana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56
Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. 30. janúar 2019 14:51