Heilsa Navalní sögð ásættanleg Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 10:45 Navalní var handtekinn fyrir að hvetja til mótmæla í Moskvu um helgina. Vísir/EPA Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússland, verður útskrifaður af sjúkrahúsi síðar í dag og er heilsa hans sögð ásættanleg. Navalní var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann sýndi einkenni bráðaofnæmis í fangelsi þar sem honum var haldið vegna mótmæla í Moskvu um helgina. Ólíkum sögum fer af veikindum Navalní. Einn lækna hans segir mögulegt að eitrað hafi verið fyrir honum með óþekktu efni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Læknir á sjúkrahúsinu sagði aftur á móti við Interfax-fréttastofuna í gær að Navalní hefði greinst með ofsakláða og hann væri á batavegi. Sjúkrahúsið segir nú að Navalní sé í „ásættanlegu ástandi“. Navalní var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til mótmæla í Moskvu um helgina sem stjórnvöld höfðu ekki veitt leyfi fyrir. Fleiri en þúsund mótmælendur voru handtekin um helgina.Breska ríkisútvarpið BBC segir að um tuttugu manns, þar á meðal blaðamenn, hafi verið handteknir fyrir utan fangelsissjúkrahúsið þar sem Navalní var vistaður í gær. Algengt er að stjórnarandstæðingar og gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda láti lífið við grunsamlegar aðstæður. Bresk stjórnvöld saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í fyrra. Eins er talið að Rússar hafi eitrað fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi sem upplýsti um stórfelld fjársvik embættismanna, er talinn hafa verið barinn til ólífis í fangelsi árið 2009. Rússland Tengdar fréttir Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. 28. júlí 2019 23:34 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússland, verður útskrifaður af sjúkrahúsi síðar í dag og er heilsa hans sögð ásættanleg. Navalní var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann sýndi einkenni bráðaofnæmis í fangelsi þar sem honum var haldið vegna mótmæla í Moskvu um helgina. Ólíkum sögum fer af veikindum Navalní. Einn lækna hans segir mögulegt að eitrað hafi verið fyrir honum með óþekktu efni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Læknir á sjúkrahúsinu sagði aftur á móti við Interfax-fréttastofuna í gær að Navalní hefði greinst með ofsakláða og hann væri á batavegi. Sjúkrahúsið segir nú að Navalní sé í „ásættanlegu ástandi“. Navalní var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til mótmæla í Moskvu um helgina sem stjórnvöld höfðu ekki veitt leyfi fyrir. Fleiri en þúsund mótmælendur voru handtekin um helgina.Breska ríkisútvarpið BBC segir að um tuttugu manns, þar á meðal blaðamenn, hafi verið handteknir fyrir utan fangelsissjúkrahúsið þar sem Navalní var vistaður í gær. Algengt er að stjórnarandstæðingar og gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda láti lífið við grunsamlegar aðstæður. Bresk stjórnvöld saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í fyrra. Eins er talið að Rússar hafi eitrað fyrir Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, í London árið 2006. Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi sem upplýsti um stórfelld fjársvik embættismanna, er talinn hafa verið barinn til ólífis í fangelsi árið 2009.
Rússland Tengdar fréttir Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. 28. júlí 2019 23:34 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir Navalny Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var fluttur á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast. 28. júlí 2019 23:34
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51