Samningsbrot í íþróttum algeng: Dæmi um að samningum barnshafandi kvenna sé rift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir er stjórnarformaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/stöð 2 Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00
Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða