Ekki gera ekki neitt Jóhannes Þ. Skúlason skrifar 10. júlí 2019 09:45 Undanfarna áratugi hefur samband afkomu í útflutningsgreinum þjóðarinnar og lífskjara almennings í landinu stimplast rækilega inn í þjóðarsálina, þar sem sveiflur gjaldmiðils og gjöfulleiki auðlindanna hefur ráðið miklu um lífsskilyrðin. Lengi vel var sjávarútvegur nær einráður um þetta sveiflusamband og áhrif hans á efnahagslíf þjóðarinnar réð mestu um ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma. Stóriðja bættist við þegar fram liðu stundir og hefur ráðið stórum ákvörðunum um bæði útgjöld og stefnu um nýtingu náttúruauðlinda. Og nú hefur ferðaþjónusta bæst við og á fáum árum orðið stærsta útflutningsgrein Íslendinga og færir sem slík björg í bú í formi gjaldeyristekna – lífæð lítils útflutningshagkerfis. Á sama hátt og ýmsar lykilákvarðanir stjórnvalda miðuðust á árum áður við að bregðast við vanda eða ýta undir gott gengi sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar með það að markmiði að bæta efnahagslega stöðu þjóðarinnar og þoka lífskjörum upp á við, er í dag skynsamlegt fyrir stjórnvöld og samfélagið að bregðast við vanda og ýta undir gott gengi ferðaþjónustu.Af hverju er það efnahagslega skynsamlegt? Í dag þarf ekki að fella gengi gjaldmiðilsins handvirkt eða sökkva stórum svæðum undir vatn til að treysta stoðir atvinnusköpunar. Með tilkomu ferðaþjónustunnar hefur efnahagslegur raunveruleiki Íslands breyst. Allar útflutningsatvinnugreinar landsins eru mikilvægar, en með ferðaþjónustu hefur orðið til fjölbreytni sem var sárlega þörf. Samfelldur jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður undanfarins áratugar hefur að stórum hluta grundvallast á þessari breytingu og skapað grunn fyrir mikla lífskjarasókn. Stærstu áskoranir í rekstri fyrirtækja á Íslandi í dag tengjast stórauknum kostnaði á ýmsum sviðum. Hvort sem litið er til aðfanga, launa eða fjárfestinga hafa kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækja hækkað ótrúlega hratt á síðasta áratug. Í slíku umhverfi er það skynsamleg nálgun af hálfu stjórnvalda að koma til móts við atvinnulíf með lækkun opinberra gjalda og skatta og ýta þannig undir að atvinnustig haldist hátt, að rekstur fyrirtækja skili arði og þar með sköttum til samfélagsins. Fyrirtæki sem fer úr rekstri vegna ómögulegra rekstraraðstæðna er tapað fé fyrir ríkissjóð. Samtök ferðaþjónustunnar hafa bent ítrekað á það undanfarna mánuði að ýmsar aðgerðir sem nýta mætti til að örva ferðaþjónustu á samdráttartímum hafa einmitt bein áhrif til örvunar atvinnulífs í heild sinni. Með hröðum og miklum launahækkunum undanfarin fjögur ár hefur lækkun tryggingagjalds orðið jafnvel enn mikilvægari en áður. Þáttur launa og launatengdra gjalda í rekstri fyrirtækja er orðinn gríðarstór, mun stærri þáttur en í samkeppnislöndum okkar. Lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði getur einnig skipt miklu máli við að lækka kostnað margra fyrirtækja. Hvers vegna skiptir þetta máli? Lykillinn sæm ætti að stýra afstöðu og ákvörðunum um álögur á atvinnugreinar er samkeppnishæfni. Samkvæmt skýrslu World Economic Forum frá 2017 um samkeppnishæfni ferðaþjónustu var viðskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mælt í 19. sæti – neðst Norðurlandaþjóða. Heildarsamkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu var í 25. sæti og hafði þá fallið um sjö sæti síðan 2015. Von er á nýrri skýrslu á þessu ári og miðað við þróunina er líklegt að samkeppnishæfni Íslands muni falla niður töfluna enn á ný. Ákvarðanir stjórnvalda sem örva ferðaþjónustu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa mikið að segja um samkeppnishæfni og ferðaþjónusta er atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Fjárfesting í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands skilar sér því ríkulega til samfélagsins, í bættri samkeppnishæfni, betri afkomu fyrirtækja, hærri skattgreiðslum en ella, betri efnahagslegri afkomu, bættum lífskjörum fólks, hærra atvinnustigi og uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Fjárfesting í uppbyggingu innviða og styrkingu ferðamannastaða getur svo bætt enn fremur við þessa örvandi þróun, ekki síst á tímum efnahagslegrar niðursveiflu eins og nú. Í dag, alveg eins og áður, er það gengi útflutningsatvinnugreina sem ræður efnahagslegri afkomu samfélagsins og þar með lífskjörum almennings í landinu. Aðgerðir sem bæta aðstæður og samkeppnishæfni lykilatvinnugreina eins og ferðaþjónustu munu því gagnast öllu samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur samband afkomu í útflutningsgreinum þjóðarinnar og lífskjara almennings í landinu stimplast rækilega inn í þjóðarsálina, þar sem sveiflur gjaldmiðils og gjöfulleiki auðlindanna hefur ráðið miklu um lífsskilyrðin. Lengi vel var sjávarútvegur nær einráður um þetta sveiflusamband og áhrif hans á efnahagslíf þjóðarinnar réð mestu um ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma. Stóriðja bættist við þegar fram liðu stundir og hefur ráðið stórum ákvörðunum um bæði útgjöld og stefnu um nýtingu náttúruauðlinda. Og nú hefur ferðaþjónusta bæst við og á fáum árum orðið stærsta útflutningsgrein Íslendinga og færir sem slík björg í bú í formi gjaldeyristekna – lífæð lítils útflutningshagkerfis. Á sama hátt og ýmsar lykilákvarðanir stjórnvalda miðuðust á árum áður við að bregðast við vanda eða ýta undir gott gengi sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar með það að markmiði að bæta efnahagslega stöðu þjóðarinnar og þoka lífskjörum upp á við, er í dag skynsamlegt fyrir stjórnvöld og samfélagið að bregðast við vanda og ýta undir gott gengi ferðaþjónustu.Af hverju er það efnahagslega skynsamlegt? Í dag þarf ekki að fella gengi gjaldmiðilsins handvirkt eða sökkva stórum svæðum undir vatn til að treysta stoðir atvinnusköpunar. Með tilkomu ferðaþjónustunnar hefur efnahagslegur raunveruleiki Íslands breyst. Allar útflutningsatvinnugreinar landsins eru mikilvægar, en með ferðaþjónustu hefur orðið til fjölbreytni sem var sárlega þörf. Samfelldur jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður undanfarins áratugar hefur að stórum hluta grundvallast á þessari breytingu og skapað grunn fyrir mikla lífskjarasókn. Stærstu áskoranir í rekstri fyrirtækja á Íslandi í dag tengjast stórauknum kostnaði á ýmsum sviðum. Hvort sem litið er til aðfanga, launa eða fjárfestinga hafa kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækja hækkað ótrúlega hratt á síðasta áratug. Í slíku umhverfi er það skynsamleg nálgun af hálfu stjórnvalda að koma til móts við atvinnulíf með lækkun opinberra gjalda og skatta og ýta þannig undir að atvinnustig haldist hátt, að rekstur fyrirtækja skili arði og þar með sköttum til samfélagsins. Fyrirtæki sem fer úr rekstri vegna ómögulegra rekstraraðstæðna er tapað fé fyrir ríkissjóð. Samtök ferðaþjónustunnar hafa bent ítrekað á það undanfarna mánuði að ýmsar aðgerðir sem nýta mætti til að örva ferðaþjónustu á samdráttartímum hafa einmitt bein áhrif til örvunar atvinnulífs í heild sinni. Með hröðum og miklum launahækkunum undanfarin fjögur ár hefur lækkun tryggingagjalds orðið jafnvel enn mikilvægari en áður. Þáttur launa og launatengdra gjalda í rekstri fyrirtækja er orðinn gríðarstór, mun stærri þáttur en í samkeppnislöndum okkar. Lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði getur einnig skipt miklu máli við að lækka kostnað margra fyrirtækja. Hvers vegna skiptir þetta máli? Lykillinn sæm ætti að stýra afstöðu og ákvörðunum um álögur á atvinnugreinar er samkeppnishæfni. Samkvæmt skýrslu World Economic Forum frá 2017 um samkeppnishæfni ferðaþjónustu var viðskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mælt í 19. sæti – neðst Norðurlandaþjóða. Heildarsamkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu var í 25. sæti og hafði þá fallið um sjö sæti síðan 2015. Von er á nýrri skýrslu á þessu ári og miðað við þróunina er líklegt að samkeppnishæfni Íslands muni falla niður töfluna enn á ný. Ákvarðanir stjórnvalda sem örva ferðaþjónustu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa mikið að segja um samkeppnishæfni og ferðaþjónusta er atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Fjárfesting í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands skilar sér því ríkulega til samfélagsins, í bættri samkeppnishæfni, betri afkomu fyrirtækja, hærri skattgreiðslum en ella, betri efnahagslegri afkomu, bættum lífskjörum fólks, hærra atvinnustigi og uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Fjárfesting í uppbyggingu innviða og styrkingu ferðamannastaða getur svo bætt enn fremur við þessa örvandi þróun, ekki síst á tímum efnahagslegrar niðursveiflu eins og nú. Í dag, alveg eins og áður, er það gengi útflutningsatvinnugreina sem ræður efnahagslegri afkomu samfélagsins og þar með lífskjörum almennings í landinu. Aðgerðir sem bæta aðstæður og samkeppnishæfni lykilatvinnugreina eins og ferðaþjónustu munu því gagnast öllu samfélaginu.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar