Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 15:14 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Sjá meira
16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent