Máli vegna hótelumsvifa Trump vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 17:59 Alþjóðahótel Trump í Washington-borg hefur orðið vinsæll áningarstaður fulltrúa erlendra ríkja sem vilja koma sér í mjúkinn hjá forsetanum. Vísir/EPA Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43