Rauði krossinn mun áfram sinna rekstri sjúkrabíla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 15:05 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RKÍ, eftir undirritun samkomulagsins. Stjórnarráðið Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa nú loks náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Rauði krossinn mun áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi frá ríkinu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Greint er frá samkomulaginu í tilkynningu frá Sjúkratryggingum og RKÍ en fyrirliggjandi samningur rann út fyrir rúmum þremur árum, eða í lok árs 2015. Hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Í kjölfar samkomulagsins, sem gildir til loka árs 2022, verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir. Má vænta þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Þá er reiknað með því að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. „Það er mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum okkar við Rauða krossinn á Íslandi hafi lokið með þessum farsæla hætti. Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkrabíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa nú loks náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Rauði krossinn mun áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi frá ríkinu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Greint er frá samkomulaginu í tilkynningu frá Sjúkratryggingum og RKÍ en fyrirliggjandi samningur rann út fyrir rúmum þremur árum, eða í lok árs 2015. Hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.Sjá einnig: Nóg fé til en ekki hægt að endurnýja sjúkrabíla vegna deilu Í kjölfar samkomulagsins, sem gildir til loka árs 2022, verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum samkvæmt útboði sem nú stendur yfir. Má vænta þess að fyrstu bílarnir verði teknir í notkun á árinu 2020. Þá er reiknað með því að stærsti hluti bílaflotans verði endurnýjaður á samningstímanum. „Það er mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum okkar við Rauða krossinn á Íslandi hafi lokið með þessum farsæla hætti. Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkrabíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningu.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Sjá meira
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Ofboðið vegna ástands sjúkrabíla Fimmtán mánuðir eru síðan fréttastofan greindi fyrst frá því að rekstur sjúkrabíla á Íslandi væri í uppnámi eftir að heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að yfirtaka reksturinn. Engin áætlun var um hvað tæki við. 5. júní 2019 15:43
Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47