Verslunin Tölvutek, sem hætti starfsemi fyrr í sumar mun taka til starfa að nýju með breyttu sniði á næstunni. Nýtt félag verður dótturfélag Origo og koma nokkrir starfsmanna hins gamla Tölvuteks að verkefninu.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Origo. Þar segir að stefnt sé að opnun Tölvuteks á tveimur stöðum, Reykjavík og Akureyri, en Tölvutek sáluga hafði einmitt útibú í þeim tveimur bæjarfélögum.
Í tilkynningunni á vef Origo segir:
„Tölvutek í nýrri mynd mun einbeita sér að sölu á búnaði og lausnum til einstaklinga og heimila. Fyrirtækið mun meðal annars bjóða Lenovo tölvur fyrir einstaklingsmarkað auk tölvubúnaðs frá öðrum þekktum vörumerkjum. Origo mun einbeita sér að sölu og markaðssetningu á Lenovo tölvum og tengdum búnaði til fyrirtækja og stofnana.“
Tölvutek verður dótturfélag Origo

Tengdar fréttir

Nýtt húsnæði Tölvuteks reyndist mikill dragbítur
Flutningar og breytingar á rekstri eru ekki síst ástæður þess að eigendur Tölvuteks munu óska þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“.

Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki
Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi.

Tölvutek gjaldþrota
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á beiðni stjórnar Tölvuteks ehf, sem rak samnefnda verslun við Hallarmúla í Reykjavík og á Akureyri, að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.