Bolsonaro vill gera son sinn að sendiherra í Bandaríkjunum Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 07:38 Eduardo Bolsonaro, líklega næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Getty/Agencia Makro Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta. Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta.
Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36
Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47