Kænn hvati Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júlí 2019 08:00 Helsta nýmælið í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna er að þeir sem ljúka prófgráðu innan tilskilins tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30 prósentum af höfuðstól námsláns. Umræðan meðal hagsmunahópa stúdenta, er stundum á þá leið að eini opinberi stuðningurinn við háskólanema sé námslánakerfið. Því fer fjarri. Háskólarnir – Háskóli Íslands sérstaklega – eru opinberar stofnanir, reknar að stærstum hluta fyrir opinbert fé. Háskólastúdentar greiða skrásetningargjald sem ekki stendur undir nema broti af kostnaði. Lánasjóðurinn í núverandi mynd veitir afslátt með vaxtaívilnun, og þarf að þola afskriftir vegna þeirra sem ekki endist aldur til endurgreiðslu. Vel má velta fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland sé of metnaðarfullt á háskólasviðinu, eins öfugsnúið og það hljómar. Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar námsgreinar. Kannski ætti að einbeita sér að kjarnagreinum og hvetja fólk til að fara utan til að sækja sér annað nám. Utanfarar snúa heim og með gullvæga reynslu, landi og þjóð til heilla. Í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur kemur fram að á síðustu árum hafi meðallán hjá LÍN hækkað. Námsmenn eru lengur í námi og sækja lengra og dýrara nám. Þeir eru eldri að jafnaði. Þó hefur hlutfall þeirra sem sækja nám í útlöndum lækkað. Háskólastúdentar taka sér lengri tíma en áður til að ljúka námi hér heima og sækja síður út. Hvorugt er æskilegt. Enginn græðir á því að fólk ílengist í námi. Droll í háskóla í stað þess að sækja sér iðnmenntun eða launavinnu er engum til góðs. Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúdentsins. Frumvarp Lilju tekur á þessu. Með því að breyta hluta námslána til þeirra sem klára á tilsettum tíma í styrk, er fólk hvatt til að klára á réttum tíma. Frumvarpið gerir líka metnaðarfullum stúdentum auðveldara að sækja nám erlendis, enda eftir miklu að slægjast að fá 30 prósent lána felld niður. Munar um minna. Nám við bestu háskóla erlendis er oft dýrt – kostnaðurinn óyfirstíganleg hindrun fyrir suma. Einhverjir munu gagnrýna útfærsluna á styrknum með þeim rökum að ekki sé ástæða til að niðurgreiða menntun frekar. En það er örugglega dýrara þegar upp er staðið að fólk fari sér óþarflega hægt í námi. Frumvarpið tekur á því og hvetur fólk til að flýta för. Þegar rætt erum lánamál á Íslandi er gjaldmiðillinn alltaf fíllinn í herberginu. Mesta kjarabótin til langs tíma fyrir stúdenta og aðra lántaka á Íslandi væri að Ísland yrði hluti af stærra myntsvæði með stöðugri gjaldmiðli. Engin lausn er hins vegar í sjónmáli í þeim efnum. Ráðherra virðist nýta tólin sem hún hefur skynsamlega. Ef nýtt námslánakerfi verður til þess að flýta för stúdenta og hvetja þá til að leita reynslu út fyrir landsteinana er til mikils unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Námslán Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Helsta nýmælið í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna er að þeir sem ljúka prófgráðu innan tilskilins tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30 prósentum af höfuðstól námsláns. Umræðan meðal hagsmunahópa stúdenta, er stundum á þá leið að eini opinberi stuðningurinn við háskólanema sé námslánakerfið. Því fer fjarri. Háskólarnir – Háskóli Íslands sérstaklega – eru opinberar stofnanir, reknar að stærstum hluta fyrir opinbert fé. Háskólastúdentar greiða skrásetningargjald sem ekki stendur undir nema broti af kostnaði. Lánasjóðurinn í núverandi mynd veitir afslátt með vaxtaívilnun, og þarf að þola afskriftir vegna þeirra sem ekki endist aldur til endurgreiðslu. Vel má velta fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland sé of metnaðarfullt á háskólasviðinu, eins öfugsnúið og það hljómar. Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar námsgreinar. Kannski ætti að einbeita sér að kjarnagreinum og hvetja fólk til að fara utan til að sækja sér annað nám. Utanfarar snúa heim og með gullvæga reynslu, landi og þjóð til heilla. Í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur kemur fram að á síðustu árum hafi meðallán hjá LÍN hækkað. Námsmenn eru lengur í námi og sækja lengra og dýrara nám. Þeir eru eldri að jafnaði. Þó hefur hlutfall þeirra sem sækja nám í útlöndum lækkað. Háskólastúdentar taka sér lengri tíma en áður til að ljúka námi hér heima og sækja síður út. Hvorugt er æskilegt. Enginn græðir á því að fólk ílengist í námi. Droll í háskóla í stað þess að sækja sér iðnmenntun eða launavinnu er engum til góðs. Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúdentsins. Frumvarp Lilju tekur á þessu. Með því að breyta hluta námslána til þeirra sem klára á tilsettum tíma í styrk, er fólk hvatt til að klára á réttum tíma. Frumvarpið gerir líka metnaðarfullum stúdentum auðveldara að sækja nám erlendis, enda eftir miklu að slægjast að fá 30 prósent lána felld niður. Munar um minna. Nám við bestu háskóla erlendis er oft dýrt – kostnaðurinn óyfirstíganleg hindrun fyrir suma. Einhverjir munu gagnrýna útfærsluna á styrknum með þeim rökum að ekki sé ástæða til að niðurgreiða menntun frekar. En það er örugglega dýrara þegar upp er staðið að fólk fari sér óþarflega hægt í námi. Frumvarpið tekur á því og hvetur fólk til að flýta för. Þegar rætt erum lánamál á Íslandi er gjaldmiðillinn alltaf fíllinn í herberginu. Mesta kjarabótin til langs tíma fyrir stúdenta og aðra lántaka á Íslandi væri að Ísland yrði hluti af stærra myntsvæði með stöðugri gjaldmiðli. Engin lausn er hins vegar í sjónmáli í þeim efnum. Ráðherra virðist nýta tólin sem hún hefur skynsamlega. Ef nýtt námslánakerfi verður til þess að flýta för stúdenta og hvetja þá til að leita reynslu út fyrir landsteinana er til mikils unnið.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar