Kænn hvati Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júlí 2019 08:00 Helsta nýmælið í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna er að þeir sem ljúka prófgráðu innan tilskilins tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30 prósentum af höfuðstól námsláns. Umræðan meðal hagsmunahópa stúdenta, er stundum á þá leið að eini opinberi stuðningurinn við háskólanema sé námslánakerfið. Því fer fjarri. Háskólarnir – Háskóli Íslands sérstaklega – eru opinberar stofnanir, reknar að stærstum hluta fyrir opinbert fé. Háskólastúdentar greiða skrásetningargjald sem ekki stendur undir nema broti af kostnaði. Lánasjóðurinn í núverandi mynd veitir afslátt með vaxtaívilnun, og þarf að þola afskriftir vegna þeirra sem ekki endist aldur til endurgreiðslu. Vel má velta fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland sé of metnaðarfullt á háskólasviðinu, eins öfugsnúið og það hljómar. Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar námsgreinar. Kannski ætti að einbeita sér að kjarnagreinum og hvetja fólk til að fara utan til að sækja sér annað nám. Utanfarar snúa heim og með gullvæga reynslu, landi og þjóð til heilla. Í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur kemur fram að á síðustu árum hafi meðallán hjá LÍN hækkað. Námsmenn eru lengur í námi og sækja lengra og dýrara nám. Þeir eru eldri að jafnaði. Þó hefur hlutfall þeirra sem sækja nám í útlöndum lækkað. Háskólastúdentar taka sér lengri tíma en áður til að ljúka námi hér heima og sækja síður út. Hvorugt er æskilegt. Enginn græðir á því að fólk ílengist í námi. Droll í háskóla í stað þess að sækja sér iðnmenntun eða launavinnu er engum til góðs. Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúdentsins. Frumvarp Lilju tekur á þessu. Með því að breyta hluta námslána til þeirra sem klára á tilsettum tíma í styrk, er fólk hvatt til að klára á réttum tíma. Frumvarpið gerir líka metnaðarfullum stúdentum auðveldara að sækja nám erlendis, enda eftir miklu að slægjast að fá 30 prósent lána felld niður. Munar um minna. Nám við bestu háskóla erlendis er oft dýrt – kostnaðurinn óyfirstíganleg hindrun fyrir suma. Einhverjir munu gagnrýna útfærsluna á styrknum með þeim rökum að ekki sé ástæða til að niðurgreiða menntun frekar. En það er örugglega dýrara þegar upp er staðið að fólk fari sér óþarflega hægt í námi. Frumvarpið tekur á því og hvetur fólk til að flýta för. Þegar rætt erum lánamál á Íslandi er gjaldmiðillinn alltaf fíllinn í herberginu. Mesta kjarabótin til langs tíma fyrir stúdenta og aðra lántaka á Íslandi væri að Ísland yrði hluti af stærra myntsvæði með stöðugri gjaldmiðli. Engin lausn er hins vegar í sjónmáli í þeim efnum. Ráðherra virðist nýta tólin sem hún hefur skynsamlega. Ef nýtt námslánakerfi verður til þess að flýta för stúdenta og hvetja þá til að leita reynslu út fyrir landsteinana er til mikils unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Námslán Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Helsta nýmælið í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna er að þeir sem ljúka prófgráðu innan tilskilins tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30 prósentum af höfuðstól námsláns. Umræðan meðal hagsmunahópa stúdenta, er stundum á þá leið að eini opinberi stuðningurinn við háskólanema sé námslánakerfið. Því fer fjarri. Háskólarnir – Háskóli Íslands sérstaklega – eru opinberar stofnanir, reknar að stærstum hluta fyrir opinbert fé. Háskólastúdentar greiða skrásetningargjald sem ekki stendur undir nema broti af kostnaði. Lánasjóðurinn í núverandi mynd veitir afslátt með vaxtaívilnun, og þarf að þola afskriftir vegna þeirra sem ekki endist aldur til endurgreiðslu. Vel má velta fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland sé of metnaðarfullt á háskólasviðinu, eins öfugsnúið og það hljómar. Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar námsgreinar. Kannski ætti að einbeita sér að kjarnagreinum og hvetja fólk til að fara utan til að sækja sér annað nám. Utanfarar snúa heim og með gullvæga reynslu, landi og þjóð til heilla. Í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur kemur fram að á síðustu árum hafi meðallán hjá LÍN hækkað. Námsmenn eru lengur í námi og sækja lengra og dýrara nám. Þeir eru eldri að jafnaði. Þó hefur hlutfall þeirra sem sækja nám í útlöndum lækkað. Háskólastúdentar taka sér lengri tíma en áður til að ljúka námi hér heima og sækja síður út. Hvorugt er æskilegt. Enginn græðir á því að fólk ílengist í námi. Droll í háskóla í stað þess að sækja sér iðnmenntun eða launavinnu er engum til góðs. Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúdentsins. Frumvarp Lilju tekur á þessu. Með því að breyta hluta námslána til þeirra sem klára á tilsettum tíma í styrk, er fólk hvatt til að klára á réttum tíma. Frumvarpið gerir líka metnaðarfullum stúdentum auðveldara að sækja nám erlendis, enda eftir miklu að slægjast að fá 30 prósent lána felld niður. Munar um minna. Nám við bestu háskóla erlendis er oft dýrt – kostnaðurinn óyfirstíganleg hindrun fyrir suma. Einhverjir munu gagnrýna útfærsluna á styrknum með þeim rökum að ekki sé ástæða til að niðurgreiða menntun frekar. En það er örugglega dýrara þegar upp er staðið að fólk fari sér óþarflega hægt í námi. Frumvarpið tekur á því og hvetur fólk til að flýta för. Þegar rætt erum lánamál á Íslandi er gjaldmiðillinn alltaf fíllinn í herberginu. Mesta kjarabótin til langs tíma fyrir stúdenta og aðra lántaka á Íslandi væri að Ísland yrði hluti af stærra myntsvæði með stöðugri gjaldmiðli. Engin lausn er hins vegar í sjónmáli í þeim efnum. Ráðherra virðist nýta tólin sem hún hefur skynsamlega. Ef nýtt námslánakerfi verður til þess að flýta för stúdenta og hvetja þá til að leita reynslu út fyrir landsteinana er til mikils unnið.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun