Lof mér að keyra Jóhannes Stefánsson og skrifa 15. júlí 2019 07:00 Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Lög um leigubíla eru að fara að breytast. Ástæðan er sú að eftirlitsstofnun EFTA, sem fylgist með því að aðildarþjóðir fylgi ákvæðum EES-samningsins, gerði athugasemdir við aðgangshindranir inn á leigubílamarkað á Íslandi. Áður hafði eftirlitsstofnunin gefið út rökstutt álit um leigubílalöggjöf í Noregi og komist að þeirri niðurstöðu að lögin brytu gegn EES-samningnum. Norsku lögin eru svipuð þeim íslensku.Barist gegn breytingum Í núgildandi löggjöf er að finna ákvæði um hámarksfjölda þeirra sem hafa leyfi til að keyra leigubíl á Íslandi. Engin önnur atvinnugrein býr við slíkar aðgangshindranir, þótt þær megi finna í öðru formi víðar. Í nýju frumvarpi, sem byggir á tillögum starfshóps, er gert ráð fyrir að þessi múr verði felldur. Það er vel. Sömuleiðis er að finna aðrar jákvæðar breytingar í frumvarpinu. Þar eru hins vegar einnig sjáanleg fingraför leyfishafa, sem hafa barist gegn breytingum í frjálsræðisátt. Þannig eru í frumvarpinu aðgangshindranir sem tryggja að farveitur á borð við Uber, Lyft og sambærilegar, geti ekki boðið upp á þjónustu sína hér á landi. Fjötrar fyrir fjarveitur Ein þessara aðgangshindrana er skylda um að í öllum leigubifreiðum skuli vera löggiltir gjaldmælar. Gjaldmælar eru tæki sem eru tengdir vél og hjólabúnaði bílsins og mæla ekna vegalengd og tíma. Mælirinn reiknar gjaldið jafnóðum þar sem hann er tengdur verðskrá. Þótt gjaldmælar þjóni sínum tilgangi eru þeir tæplega 130 ára gömul uppfinning, frá tíma þegar staðsetningarbúnaður í símum og tölvum voru vísindaskáldskapur. Aftur á móti er gerð undantekning á þessari skyldu, enda sé þá samið um heildargjald ferðarinnar fyrir fram. Þeir sem þekkja til þjónustu farveitna vita að við pöntun á fari er gefið upp áætlað heildarverð sem er breytilegt eftir stöðu framboðs og eftirspurnar (e. surge pricing) áætlaðri vegalengd og tíma, sem aftur byggir á upplýsingum um umferð. Vegalengd og tími ferðarinnar eru ekki mæld með gjaldmæli, heldur staðsetningarbúnaði. Þrátt fyrir að áætlað heildarverð sé yfirleitt mjög nærri lagi, liggur eiginlegt heildarverð ekki fyrir fyrr en við lok ferðar. Ekki frekar en í hefðbundnum leigubíl nema á sérvöldum ferðum, eins og til og frá Keflavíkurflugvelli. Frjálsmundar sameinist Fleiri sambærilegar aðgangshindranir eru fyrirhugaðar í nýjum lögum. Verði frumvarpinu ekki breytt í meðförum þingsins er vandséð hvernig farveitur geti tekið þátt á íslenskum leigubílamarkaði. Ef ætlunin er virkilega að gera breytingar í þágu samfélagsins í heild, er brýnt að þessu ákvæði verði breytt. Reynum nú að láta sérhagsmuni ekki verða ofan á, fyrst við höfum tækifæri til þess.Höfundur er lögmaður
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar