Lögregla þurfti ekki að vera viðstödd þegar foreldrum var sýnd upptaka af barninu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 11:51 Persónuvernd segir merkingar í íþróttamiðstöðinni ekki hafa samræmst lögum. Fréttablaðið/Vilhelm - Getty/hallojulie Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum. Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Stjórnendum íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi var ekki heimilt að neita því að sýna foreldrum upptökur af barni sínu nema þeir væru í viðurvist lögreglu. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Foreldrar barnsins sendu kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu íþróttamiðstöðvarinnar á myndabandsupptökum af ólögráða barni þeirra. Þar lýstu þeir óánægju sinni með að upptökur úr öryggismyndavélum hafi verið sýndar öðrum aðilum án þess að fá til þess heimild frá barni eða foreldrum. Einnig var kvartað undan því að þeim hafi ekki verið leyft að sjá myndbandið sem náðist af barni þeirra. Í svörum Borgarbyggðar til Persónuverndar kemur fram að umrædd upptaka hafi verið skoðuð vegna gruns um agabrot nemanda í íþróttamiðstöðinni á skólatíma, en þar fer fram kennsla í sundi og íþróttum á vegum grunnskólans í Borgarnesi. Ætlunin hafi verið að skoða hvort að árekstur barna hafi tengst einelti í skólanum. Af þeim sökum hafi skólastjóri og einn kennari grunnskólans fengið að sjá upptökuna af barninu, ásamt forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar. Niðurstaða Persónuverndar var sú að skoðun þeirra aðila hafi samræmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig segir í svari Borgarbyggðar að foreldrum barnsins hafi einungis verið leyft að skoða upptökuna ef lögreglumaður væri viðstaddur. Foreldrarnir eru sagðir hafa hafnað því boði. Foreldrarnir fullyrða hins vegar að Borgarbyggð fari með rangt mál í svari sínu. Þeir segja að skólastjóri grunnskólans hafi ætlað að sýna þeim upptökuna, en eftir að hafa kynnt sér málið betur hafi hann neitað því þar sem hann taldi að þeim væri ekki heimilt að sjá hana. Persónuvernd segir í úrskurðinum að engar kröfur séu gerðar í lögum um að skoðun á myndefni sem verði til með rafrænni vöktun þurfi að fara fram í viðurvist lögreglunnar. Því telur stofnunin að íþróttamiðstöðinni hafi ekki verið heimilt að neita foreldrunum um að skoða upptökuna. Foreldrarnir kvörtuðu einnig undan því að merkingar sem upplýstu gesti íþróttamiðstöðvarinnar um að rafræn vöktun færi þar fram með öryggismyndavélum hafi verið ófullnægjandi. Persónuvernd féllst á þau sjónarmið og sagði merkingarnar ekki samrýmast lögum.
Borgarbyggð Persónuvernd Tengdar fréttir Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06 Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58 Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Sjá meira
Landspítalinn braut ekki persónuverndarlög með HIV-spurningalista Sjúklingurinn fékk ekki ávísað lyfinu. 21. júní 2019 15:06
Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Útgáfa tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. 12. júlí 2019 14:58
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“